Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 39

39
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Fleygur
er vél sem hefur einfaldað mönnum vinnu í áranna rás. Hann er eins
konar hreyfanlegt skáborð. Hnífur, öxi og rakvélarblað eru dæmi um fleyga. Á
fleyg eru tveir sléttir fletir semmætast í hvössu horni sem nefnist egg. Hann er
gjarnan notaður til að kljúfa hluti eða skera. Með því að brýna fleyginn gerum
við hann beittari og það auðveldar okkur að kljúfa hluti í sundur. Langir og
þunnir fleygar skila mestum krafti frá sér miðað við þann kraft sem beitt er.
Skrúfa
er einnig nokkurs konar skáborð en í þessu tilviki er skáborðið vafið
utan um sívalning og myndar þannig skrúfgang. Skrúfan getur margfaldað
kraftinn sem beitt er á vélina og þannig skilað margföldum krafti frá sér. Orka
vélarinnar breytist þó ekkert. Því þéttari sem skrúfgangurinn er þeim mun
meiri krafti getur hún skilað. Mjög margir hlutir í daglegu lífi okkar hafa
skrúfgang eins og sést á mynd.
Vegasalt
er algengt leiktæki á leikvöllum. Vegasalt er fyrsta stigs vogarstöng
með vogarás á miðri stönginni. Tökum dæmi um systkini sem leika sér á
vegasalti eins og sést á myndinni. Bróðirinn er eldri og vegur 60 kg en litla
systir hans vegur 30 kg. Ef þau sitja jafn langt frá vogarásnum (2 m) verður
leikurinn ekki mjög skemmtilegur. Bróðirinn sæti kyrr við jörðina en litla
systir væri föst uppi. Ef bróðirinn væri hins vegar búinn að læra um einfaldar
vélar gæti hann gert leikinn skemmtilegri með því að færa sig einn metra nær
vogarásnum. Hvað gerist ef hann flytur sig nær vogarásnum?
1...,29,30,31,32,33,34,35,36,37,38 40,41,42,43
Powered by FlippingBook