Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 34

34
Námsgagnastofnum 2013
07011
Í hvaða tilviki þurftuð þið að beita mestum krafti til að lyfta
strokleðrinu? En minnstum krafti?
Einfaldar vélar
Til að auðvelda sér lífið hafa mennirnir fundið upp ýmiskonar hluti.
Einfaldar vélar geta bæði margfaldað og breytt stefnu krafta. Skrúfjárn, skæri
og hjólbörur eru dæmi um einfaldar vélar. Þó að einfaldar vélar geti gert
gríðarlegt gagn þá geta engar vélar í heiminum búið til eða aukið orku.
2.3
Til þess að átta okkur á því hvernig einföld vél virkar notum
við stífa reglustiku, blýant og strokleður. Setjum blýantinn
undir miðja reglustikuna og strokleðrið á annan enda hennar
eins og sést á myndinni. Ýtum niður endanum og metum
kraftinn sem við þurfum að beita til þess að lyfta strokleðrinu.
Berum kraftinn saman við þann kraft sem við notum til að
lyfta strokleðrinu beint upp með höndunum. Mælum einnig
vegalengdina sem við ýtum niður og vegalengdina sem
strokleðrið fer upp. Hver er niðurstaðan? Gerum núna sömu
mælingar tvisvar sinnum, annars vegar þegar blýanturinn er
nær strokleðrinu og hins vegar þegar hann er nær fingrinum,
sjá mynd.
umræðuefni
verkLEG ATHUGUNi
Til að skilja tengsl krafts, vinnu og einfaldra véla er nauðsynlegt að rýna
betur í athugunina sem við gerðum. Eitt er ljóst, í hvert skipti sem við
ýtum reglustikunni niður þá breytist stefna kraftsins, fingurinn fer niður
en strokleðrið fer upp. Þetta er eitt af því sem einfaldar vélar geta gert, þær
geta breytt stefnu þess krafts sem beitt er á vél. Annað sem kom í ljós var að
auðveldara er að lyfta strokleðrinu þegar blýanturinn er nær því en þegar hann
er nær fingrinum.
1...,24,25,26,27,28,29,30,31,32,33 35,36,37,38,39,40,41,42,43
Powered by FlippingBook