Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 36

36
Námsgagnastofnum 2013
07011
heildarorkan. Ef athugunin með reglustikuna er skoðuð sést að það
er fingurinn sem framkvæmir vinnu á reglustikuna og sú vinna verður
að aukinni stöðuorku hjá strokleðrinu. Vélin breytir stærð eða stefnu
krafta en orkan helst sú sama. Athugunin sem við gerðum var dæmi
um eina tegund einfaldrar vélar sem nefnist vogarstöng en það sama
gildir um allar einfaldar vélar.
Mismunandi gerðir einfaldra véla
Þegar talað er um
einfaldar vélar
í eðlisfræði þá er ekki verið að tala
um þær mörgu flóknu vélar og vinnutæki sem til eru. Heldur eru
þetta tæki sem auðvelda okkur vinnu, tæki sem geta verið án allra
hreyfanlegra hluta, tæki sem einfaldlega geta breytt stærð eða stefnu
krafta. Ef við skoðum nánar þær einföldu vélar sem um ræðir, má
skipta þeim í sex flokka:
vogarstangir
,
trissur
,
hjól
og ása
,
skáfleti
,
fleyga
og
skrúfur
.
umræðuefni
Nefnið dæmi um einfaldar vélar sem þið þekkið.
1...,26,27,28,29,30,31,32,33,34,35 37,38,39,40,41,42,43
Powered by FlippingBook