Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 38

38
Námsgagnastofnum 2013
07011
Hjól og ás
er ein gerð einfaldra véla. Hjól og ás eru samsett
úr tveimur hringlaga hlutum, litlum ás og hjóli sem snýst
um ásinn. Vegna þess að hver punktur á hjólinu færist alltaf
lengri vegalengd en punktur á ásnum þá margfaldast sá
kraftur sem ásinn skilar. Dæmi um hjól og ás eru skrúfjárn,
sívalur hurðarhúnn og parísarhjól. Gott dæmi um notkun
slíkrar vélar er þegar verið er að skrúfa skrúfu inn í vegg.
Það getur verið mjög erfitt með fingrunum einum en með
því að nota skrúfjárn má margfalda kraftinn sem beitt er á
skrúfuna. Niðurstaðan er sú að verkið verður auðveldara.
Skáborð eða skáflöt
getur verið hentugt að nota þegar
færa þarf þungan hlut upp tiltekna vegalengd. Skáborð gerir
það að verkum að beita þarf minni krafti en þarf til að lyfta
hlutnum beint upp. Skáborð eru gjarnan notuð til að bæta
aðgengi fatlaðra í hjólastólum eins og sést á mynd. Ef halli
skáflatar er minnkaður lengist sú vegalengd sem hlutur þarf
að flytjast eftir. Jafnframt minnkar sá kraftur sem þarf að
beita til að koma hlutnum á tiltekinn stað.
Af hverju er auðveldara fyrir konuna að ýta sér upp skáborðið?
umræðuefni
Það er auðveldara að fara upp
skáborð með minni halla
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43
Powered by FlippingBook