Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 37

37
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Vogarstöng
er ein gerð einfaldrar vélar. Athugunin sem við
framkvæmdum fyrr í kaflanum með reglustiku, blýanti og strokleðri
er dæmi um vogarstöng. Fleiri dæmi eru vegasölt, skóflur, kúbein og
skæri. Vogarstöng er stöng sem snýst um einhvern fastan tiltekinn
punkt sem kallast vogarás (V). Á myndinni sjást skæri sem eru fyrsta
stigs vogarstöng, hjólbörur sem eru annars stigs og veiðistöng sem er
þriðja stigs vogarstöng. Gerð vogarstangar einkennist af staðsetningu
vogarássins. Vogarstöng getur breytt stefnu og stærð krafts en ekki
aukið orkuna.
Trissa
er önnur gerð einfaldrar vélar. Trissa er hjól sem bandi, belti
eða keðju er brugðið um. Trissa getur eins og vogarstöngin breytt bæði
stefnu og stærð krafts. Ef við skoðum myndirnar má sjá að trissur
eru notaðar á margvíslegan hátt. Með því að nota trissu getum við
margfaldað þann kraft sem við beitum á vél. Það getur verið hjálplegt
að nota einfalda trissu vegna stefnubreytingar á kraftinum. Ef tvær
trissur eru settar saman er hægt að tvöfalda kraftinn sem við beitum
á vélina. Það er að segja við þurfum að draga bandið tvöfalt lengri
vegalengd en við gerðum með einfaldri trissu en fáum tvöfalt meiri
kraft. Orka vélarinnar breytist þó ekkert. Síðan er hægt að bæta við
trissum og auka þannig við kraftinn sem vélin skilar.
Krani og hlaupaköttur eru
dæmi um trissu.
Trissa breytir stefnu krafts,
trissa margfaldar kraft.
1...,27,28,29,30,31,32,33,34,35,36 38,39,40,41,42,43
Powered by FlippingBook