Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 41

41
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Stærðfræðileg nálgun í lok 2. kafla
1. Hlaupari sem vegur 65 kg fer út að hlaupa. Hann hleypur á 4 m/s hraða. Hver er
hreyfiorka hans?
2. Hversu mikla vinnu þarftu að framkvæma ef þú vilt lyfta kassa upp á hillu í 2 m
hæð ef beita þarf 150 N krafti?
3. Hvert er kraftahlutfallið hjá vél sem skilar 50.000 N krafti ef til vélarinnar er lagður
til kraftur af stærðinni 2.500 N?
4. Vél fær til sín 150 J vinnu en skilar frá sér 100 J vinnu. Hver er nýtni vélarinnar?
Kraftar
eru áhrif sem verka á milli tveggja
hluta. Þegar kraftur verkar á hlut getur
hann breytt hreyfingu hlutarins, hitað
hann eða breytt lögun hans. Kraftar geta
verkað á milli hluta án þess að þeir snertist.
Aðdráttarkraftar
valda því að hlutir
dragast að hvor öðrum en
fráhrindikraftar
að þeir leita hver frá öðrum.
Þyngdarkraftar
verka milli allra hluta.
Þyngdarkraftar frá jörðinni semhaldaokkur
við hana eru mest áberandi. Þyngdarkraftar
frá sólu halda reikistjörnunum á braut
sinni.
Núningskraftar
eru áberandi í umhverfi
okkar. Þeir vinna á móti hreyfingu.
Orka
. Hlutir geta búið yfir orku. Orka er
mikilvæg vegna þess að hún er undirstaða
alls lífs á jörðinni og mannlegs samfélags.
Orka getur verið á mörgum mismunandi
orkuformum. Orka getur breyst úr einu
formi í annað, farið frá einum stað til
annars og frá einum hlut til annars.
Heildarorka
í heiminum breytist aldrei.
Þetta náttúrulögmál er kallað
lögmálið um
varðveislu orkunnar
.
Vinna
í eðlisfræði er háð krafti og vega-
lengd. Þegar vinna fer fram færist orka frá
einum hlut til annars.
Einfaldar vélar
eru tæki sem auðvelda
okkur vinnu, þær geta bæði margfaldað og
breytt stefnu krafta. Vélar geta ekki aukið
eða búið til orku.
Kraftahlutfall
segir til um hversu oft vél
margfaldar kraft sem lagður er til hennar.
Einföldum vélum er skipt í sex flokka:
vogarstangir, trissur
,
hjól og ása, skáfleti
,
fleyga
og
skrúfur.
Samantekt úr kafla 2
1...,31,32,33,34,35,36,37,38,39,40 42,43
Powered by FlippingBook