Frumkirkjan verður til

Kristni / Síðari tímar / Útbreiðsla frumkirkjunnar

Sækja pdf-skjal

 

Útbreiðsla frumkirkjunnar Tíu dögum eftir uppstigningardag og fimmtíu dögum eftir páskahátíðina er mikil hátíð hjá gyðingum sem nefnist viknahátíðin. Á þessum tíma í Jerúsalem kom mikið af ferðamönnum víðsvegar að til að halda upp á hátíðina. Lærisveinarnir komu saman og báðust fyrir eins og svo oft áður. Þá gerðist það að yfir þá kom heilagur andi. Þeir fylltust krafti, hlupu út á götu og fóru að tala tungum þ.e. segja frá Guði á ýmsum tungumálum. Ferðamenn sem voru þarna heyrðu sagt frá Guði á sínu tungumáli og fóru að hlusta á það sem lærisveinarnir voru að segja. Margir sannfærðust og tóku skírn þennan dag. Eftir þetta fjölgaði fylgjendum Jesú Krists og frumkirkjan varð til. Orðið kirkja merkir kristinn söfnuður eða samkoma hinna kristnu. Fólk safnaðist saman, hlustaði á frásagnir og bað saman. Það heillaðist af því sem Jesús hafði boðað, að koma fram við alla menn jafnt og að elska náungan eins og maður elskar sjálfan sig.

Þessa atburða minnast kristnir menn á hvítasunnunni.