Útbreiðsla frumkirkjunnar

Kristni / Síðari tímar / Útbreiðsla frumkirkjunnar

Sækja pdf-skjal

 

Útbreiðsla frumkirkjunnar Í Nýja testamenti Biblíunnar er postulasagan en þar segir frá starfi postulanna eftir fráfall Jesú. Postuli er sá sem er valinn til að breiða út fagnaðarerindið, segja frá og hjálpa öðrum að lifa samkvæmt Guði. Lærisveinarnir tólf sem Jesús valdi til að fylgja sér eru postular og frá þeim segir í Postulasögunni. Pétur var leiðtogi þeirra en postularnir ferðuðust mikið um og boðuðu fagnaðarerindið. Þeir sögðu frá Guði, syni hans Jesú Kristi og heilögum anda en líka frá krossfestingu, dauða og upprisu Jesú Krists.

En það voru líka margir á móti kristinni trú og því voru kristnir menn ofsóttir og reynt að koma í veg fyrir að þeir gætu breitt út fagnaðarerindið. Einn þeirra manna var Sál en hann hafði mikið fyrir að hafa upp á þeim sem trúðu á Jesú til að handtaka þá eða drepa. Þetta varð til þess að kristnir menn flúðu víðs vegar um landið en Sál áttaði sig ekki á því að með því breiddist trúin hraðar út en hún hefði sennilega annars gert. Postularnir héldu áfram að boða fagnaðarerindið hvert sem þeir komu og neituðu að hlýða þeim sem ofsóttu þá. Eitt sinn talaði Jesús til Sál og spurði hann hvers vegna hann væri að ofsækja sig. Við þetta varð Sál blindur og varð að leiða hann í hús. Nokkrum dögum seinna sendi Jesús einn af postulum sínum til hans með skilaboð og við það fékk Sál sjónina á ný.

Eftir þetta tók Sál kristna trú og varð einn öflugasti postulinn. Hann tók upp nafnið Páll og ferðaðist um allt Rómaveldi, Litlu-Asíu og víðar. Þar setti hann á stofn söfnuði sem héldu áfram að starfa eftir að hann fór þaðan. Auk þess að ferðast um skrifaði hann einnig mörg bréf til safnaðanna til að leiðbeina þeim og útskýra hvernig ætti að takast á við hin ýmsu vandamál sem upp koma í samfélögum og manna á milli. Með tímanum mynduðust því stórir hópar sem aðhylltust kenningar Jesú Krists.