Kristni / Síðari tímar / Kristni á Íslandi
 
Á Íslandi er fjöldinn allur af kristnum trúfélögum. Þjóðkirkjan er langstærst en um 77,6 % þjóðarinnar voru skráðir í hana í janúar árið 2011. Þjóðkirkjan tilheyrir lútersku kirkjudeildinni. Kaþólska kirkjan er næst stærst hér á landi með um 3,2 % þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru 30 kristin trúfélög skráð á Íslandi en einnig starfa kristin trúfélög og hreyfingar sem ekki eru skráð. Mörg þeirra eru með heimasíður þar sem hægt er að fræðast betur um hvert þeirra og fylgjast með starfi þeirra.
Íslendingar tóku kristna trú um árið 1000 og voru hluti af rómversk-kaþólsku kirkjunni þar til upp úr 1540 þegar lútherstrú var lögbundin. Árið 1874 var trúfrelsi staðfest í stjórnarskrá landsins. Í töflunni hér að neðan er hægt að sjá hvaða kristnir söfnuðir eru skráðir hér á landi árið 2011 og hversu margir einstaklingar tilheyra hverjum söfnuði.
Kristin trúfélög á Íslandi |
Fjöldi Íslendinga |
Hlutfall % |
Þjóðkirkjan |
247.245 |
77,64 |
Fríkirkjan í Reykjavík |
8.728 |
2,74 |
Óháði söfnuðurinn |
3.053 |
0,96 |
Fríkirkjan í Hafnarfirði |
5.653 |
1,78 |
Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi |
760 |
0,24 |
Betanía |
185 |
0,06 |
Boðunarkirkjan |
103 |
0,03 |
Vegurinn |
658 |
0,21 |
Heimakirkja |
10 |
0 |
Hvítasunnukirkjan á Íslandi |
2.087 |
0,66 |
Kaþólska kirkjan |
10.207 |
3,21 |
Fríkirkjan Kefas |
132 |
0,04 |
Krossinn |
559 |
0,18 |
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan |
427 |
0,13 |
Samfélag trúaðra |
34 |
0,01 |
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan |
218 |
0,07 |
Sjónarhæðarsöfnuðurinn |
57 |
0,02 |
Kirkja hins upprisna lífs |
29 |
0,01 |
Fyrsta baptistakirkjan |
30 |
0,01 |
Íslenska Kristskirkjan |
294 |
0,09 |
Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists |
3 |
0 |
Catch The Fire (CTF) |
134 |
0,04 |
Vonarhöfn |
14 |
0 |
Himinn á jörðu |
18 |
0,01 |
Bænahúsið |
7 |
0 |
Vottar Jehóva |
701 |
0,22 |
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu |
184 |
0,06 |