Gyðingdómur / Hátíðir / Viknahátíð
Viknahátíðin eða shavuot er haldin sjö vikum eftir páska. Upphaflega var hátíðin í tilefni sumar uppskeru á korni en fékk svo trúarlega merkingu þar sem talið er að Móse hafi tekið við sáttmálanum á Sínaífjalli á þessum tíma ársins.
Víðsvegar gróðursetja gyðingar tré í tilefni hátíðarinnar. Hér á Íslandi eru gyðingar með reit innan höfuðborgasvæðisins þangað sem þeir fara á hverju ári og gróðursetja nýtt tré og hlúa að hinum. Þeir geta samt ekki gert það á sama tíma og hátíðin er því þá er enn of kalt hér á landi til að gróðursetja. Gróðursetningin fer því fram að sumri til en ekki á sama tíma og hátíðin.