Kristin trúfélög í dag

Kristni / Síðari tímar / Kristin trúfélög í dag

Sækja pdf-skjal

 

Kristin trúfélög í dag Kristin trú er útbreiddasta trú heims okkar en um 1/3 jarðarbúa eða um 2,3 milljarðir manna aðhyllast kristna trú í dag. Stærstu kirkjudeildirnar, rómversk-kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan og evangelíska kirkjan eru fjölmennastar en þær skiptast líka í margar kirkjudeildir og því eru mjög margir trúarhópar kristnir og trúa á Jesú Krist sem son Guðs en hafa ólíka siði og helgihald. Dæmi um slíkar deildir eru hvítasunnusöfnuðurinn, aðventistar, enska biskupakirkjan og mormónar.

Talið er að til séu um 30.000 trúarhópar sem telja sig kristna í heiminum í dag. Kristið fólk er að finna hvar sem er en meirihluti íbúa í Norður- og Suður Ameríku, Evrópu og Ástralíu eru kristnir. Á Filippseyjum í Asíu eru 90% landsmanna kristin og í Kongó og Nígeríu í Afríku um 60 milljónir í hvoru landi.

Starfandi er Alkirkjuráð sem frá því árið 1984 hefur unnið að því að kristnar kirkjudeildir starfi saman. Alkirkjuráðið er ráðgefandi hjá Sameinuðu þjóðunum og veitir fórnarlömbum náttúrhamfara og flóttamönnum aðstoð víða um heim ef á þarf að halda. Hjálparstofnanir kirkjunnar starfa einnig víða í fátækari löndum við þróunaraðstoð. Jesús lagði áherslu á það við lærisveina sína að elska náungann eins og sjálfan sig og koma eins fram við alla menn og hafa hjálparstofnanirnar þetta að leiðarljósi í sínu starfi. Enn eru þó ýmis mál innan kirkjudeilda kristninnar sem verið er að deila um og má þar nefna stöðu samkynhneigðra, fóstureyðingar, getnaðarvarnir og prestvígslur kvenna.