Manndómsvígsla

Hindúatrú / Siðir / Manndómsvígsla

Sækja pdf-skjal

 

Manndómsvígsla Þegar barn er á aldrinum 8–12 ára er haldin sérstök manndómsvígsla til marks um að það sé nægilega gamalt til að læra meira um trúna. Athöfn þessi kallast upanayana eða hinn heilagi þráður og er yfirleitt bara haldin fyrir drengi en þó einnig stundum stúlkur.

Athöfnin fer fram á heimili barnsins að viðstöddum ættingjum og vinum. Kveiktur er eldur í keri á gólfinu og barnið og faðir þess setjast við það. Gúrú blessar þrefaldan, hvítan bómullarþráð og leggur yfir vinstri öxl barnsins og undir þann hægri. Faðirinn hvíslar sálmi í eyra barnsins sem endurtekur orðin. Þræðirnir þrír eiga að minna það á að bera virðingu fyrir þekkingu, foreldrum og samfélaginu. Þeir standa einnig fyrir hina guðlegu þrenningu, Brahma, Vishnu og Shiva. Þráðinn ber barnið svo það sem eftir er ævinnar og verður að gæta þess að hann óhreinkist ekki. Eftir athöfnina er haldin veisla fyrir ættingja og barninu eru gefnar gjafir.

Algengt er að gúrúinn sem stjórnar athöfninni verði andlegur leiðbeinandi barnsins og kennari.