Fjögur ævistig

Hindúatrú / Siðir / Fjögur ævistig

Sækja pdf-skjal

 

Fjögur ævistig Samkvæmt kenningum hindúa er ævinni skipt í fjögur mismunandi stig eða ashramas og ef fólk á möguleika á því er talið æskilegt að það fari í gegnum öll stigin.

Fyrsta stig er nám um fræðin hjá helgum manni, gúru eða brahman. Næst er stofnuð fjölskylda og hugsað vel um hana. Þegar börnin eru orðin fullorðin geta foreldrarnir dregið sig í hlé til að stunda íhugun og leita sannleikans. Að lokum er æskilegt að hindúar endi æviskeið sitt með því að gerast meinlætamenn og skera á öll tengsl við fjölskylduna.

Æðsta takmark hvers hindúa er að frelsast frá hringrás endurfæðinga, öðlast moksha og sameinast alheimssálinni. Ævistigin fjögur skapa stíg í átt að þessu markmiði með því að hjálpa fólki að brjóta sig laust frá því veraldlega svo sem eignum og ástvinum. Hinsvegar geta ekki allir hindúar eða kjósa að fylgja öllum stigunum og því er frekar litið á þau sem viðmið heldur en lög.