Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 13

13
Maður og náttúra
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
• Í kaflanum er fjallað um:
Hugtakið auðlind
Sjálfbæra þróun
Ríka/fátæka, ólíka lifnaðarhætti
Landnýtingu
Mannfjölda og mannréttindi
Samfélög/þjóð/menningu/tungumál/trúarbrögð
Í kaflanum er tekið fyrir samspil manns og náttúru og hvernig maðurinn nýtir auðlindir jarðar. Í upphafi
er stutt umfjöllun um auðlindir og þá þrjá flokka sem henni er skipt í. Fjallað er um hugtakið sjálfbæra
þróun en leitast var við að hugtakið væri leiðandi í allri umfjöllun í lesbókinni. Í kaflanum er fjallað um
mannfjöldann, ríka og fátæka, dreifingu hans um jörðina og landnýtingu jarðarbúa. Hugtök eins og
fæðingartíðni, dánartíðni, mannfjöldapíramídi, náttúruleg fólksfjölgun og fólksfækkun eru útskýrt. Hinar
þrjár kynslóðir mannréttinda eru kynntar sem og þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í lok kaflans
er fjallað um ólík samfélög, siði og venjur og því velt upp hvort nóg vatn og matur sé til handa öllum
jarðarbúum.
Einnig er hægt að nota sem kveikju mynd Davids Attenborough
Howmany people can live on planet
earth?
. Þetta er mjög umdeild mynd en getur verið
góður grunnur að umræðum um efnið.
Hvað er auðlind? bls. 5
Það er mikilvægt að nemendur fái góða tilfinningu fyrir hugtakinu
auðlind
og í hverju það felst. Hug-
takið er mikið notað í allri bókinni og því mikilvægt að góð umræða eigi sér stað strax í upphafi þegar
kaflinn er lesinn. Gott er að láta hugann storma með nemendum og skrifa á töfluna allar auðlindir sem
þeim dettur í hug og skipta þeim jafnframt í þá þrjá flokka sem fjallað er um í kaflanum, láta nemendur
glósa.
Sjálfbær þróun bls. 5
Sömuleiðis er gott að taka hugtakið
Sjálfbær þróun
vel fyrir hér í upphafi. Fá góða tilfinningu fyrir þessu
víðfeðma hugtaki sem mikið er notað í dag, í fjölmiðlum og daglegu tali. Gott er að fara vel yfir hvaða
þættir í okkar daglega lífi eiga heima í hverjum flokki fyrir sig,
samfélag, umhverfi og efnahagur
, og hvað
það er í okkar hversdagslífi sem leiðir til
sjálfbærni
.
Heimsálfurnar bls. 6–8
Hér er að finna stórt og gott kort af heimsálfunum. Eins og gefur að skilja eru lifnaðarhættir fólks um
alla jörð ólíkir eins og t.d. húsakynnin sem myndirnar á bls. 7 gefa til kynna. Nauðsynlegt er að benda
nemendum á að til að skilja betur það sem er ólíkt t.d. okkar lifnaðarháttum þarf að þekkja þá þætti sem
eru þess valdandi að lifnaðarhættir eru ólíkir. Má þar nefna loftslag, gróðurfar, sögu og margt fleira. Þetta
þjálfar nemendur í að skilja og þá síður að dæma.
Maður og náttúra
1...,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12 14,15,16,17,18,19,20,21,22,23,...72
Powered by FlippingBook