Grunnþættir menntunar
33
þarf laun fyrir vinnu sína, bátur og veiðarfæri kosta sitt en enginn þarf að borga
heimshöfunum neitt fyrir að hafa fætt af sér fiskinn og alið hann upp. Á sama
hátt þarf bóndinn að fá greiddan sinn kostnað þegar hann framleiðir fóður og
mat úr grasi en hann þarf ekki að borga jörðinni þar sem grasið óx. Hann kaupir
oft tilbúinn áburð og dreifir á tún sín til að skila þeim næringarefnum en þau
kaup geta þó verið tvíbent. Efni í áburði (fosfór) er unnið úr námum sem tæmast
einhvern tíma. Sama á við um olíu sem olíuríki dæla upp í óheyrilegu magni.
Olían varð til við sérstakar aðstæður í jarðlögum, er takmörkuð auðlind en kostar
samt næsta lítið. Úrgangur frá olíunotkun breytir hitastigi Jarðar með alvarlegum
afleiðingum án þess þó að þeir sem
dæla olíunni til yfirborðs og hafa af
henni tekjur þurfi miklu að svara
fyrir það.
Þegar hlutur er búinn til er tekið
efni út úr hringrásum náttúrunnar.
Þegar hlutnum er hent má segja að
efninu sé skilað aftur og það hefur
aftur hringrás sína í veröldinni.
Eða þannig var það. Sífellt eru nú
framleidd fleiri gerviefni sem hefur
verið breytt á þann hátt að þau falla
ekki lengur inn í hringrásir Jarðar.
Þegar þeim er hent safnast þau fyrir.
Í þeim er bundið efni sem nýtist
ekki lengur og ruslið tekur pláss af
verðmætu og knöppu rými Jarðar.
Plast er líklega þekktasta efnið sem
fellur í þennan flokk. Verðlagmargra
hluta væri ólíkt því sem það er ef í
verðinu fælist kostnaður af förgun
hlutanna á þann hátt að efnin sem
í þeim eru færu aftur á sinn stað í
Óskilafatnaður og fjármálalæsi
Í Giljaskóla á Akureyri safnast mikið af
óskilafatnaði rétt eins og í öðrum skólum. Í
mars 2012 áttu allir bekkir skólans að velja
sér verkefni sem tengdist neyslu. Afraksturinn
skyldi vera sýnilegur og settur upp á gangi í
skólanum. Nemendur í 10. bekk tóku alla þá
óskilamuni sem safnast höfðu um veturinn.
Föt voru flokkuð eftir gerð og merkjum og
leitað að verði þeirra í verslunum og á netinu.
Jafnaðarverð var sett á húfur og vettlinga
og haft frekar lægra en hærra. Útbúið var
veggspjald með samantekt og niðurstöðum
og foreldrum sendur póstur þar sem þeim var
bent á verðmætin sem lágu í óskilamununum.
Ýmsum brá í brún.
Það er dýrt að týna fötunum sínum!
Húfur: 35.500 kr.
Buxur: 127.000 kr.
Vettlingar og sokkar: 164.00 kr.
Íþróttadót: 118.000 kr.
Peysur: 186.000 kr.
SAMTALS : 630.500 kr.
1...,25,26,27,28,29,30,31,32,33,34 36,37,38,39,40,41,42,43,44,45,...68