Grunnþættir menntunar
29
Guðmundur Davíðsson Þingvallaskógi við peninga í banka. Sá samanburður er
lýsandi en þó ekki réttmætur nema að hluta til. Ef skógurinn er sífellt höggvinn,
og meira fjarlægt af viði en það sem skógurinn nær að vaxa og endurnýja sig, þá
hverfur skógurinn fljótlega. Hann er þá rétt eins og peningaupphæð sem er á
vöxtum í banka ef eigandinn lætur sér ekki nægja að taka út vextina heldur tekur
líka af höfuðstólnum. Þá minnka bæði vextirnir og höfuðstóllinn og loks eru
peningarnir í bankanum uppurnir. Hins vegar ef skógurinn er friðaður og fær að
vaxa þá styrkist hann og vex, en bara að ákveðnu marki. Trén ná aðeins ákveðinni
hæð og svæðið sem þau eru á er ákveðið að stærð. Ýmislegt hefur áhrif á vöxt
trjánna. Vorhret, blaðlýs og margt fleira getur gert vöxt þeirra skrykkjóttan og loks
verða þau gömul, deyja og fúna og ný kynslóð trjáa tekur við. Peningaupphæð í
banka, sem fær á sig ákveðna prósentuhækkun í formi vaxta og vaxtavaxta, vex
hins vegar veldisvexti. Hún vex hægt fyrst en tvöfaldast á ákveðnum tíma og vex
hraðar og hraðar upp í hið óendanlega. Sá vöxtur endurspeglar engan veginn
náttúrlegan vöxt sem ríkir í hinum lifandi heimi, grunnframleiðslunni sem allar
lífverur byggja á.
Einn af þeim fræðimönnum sem
hefur gagnrýnt hagkerfið í áratugi er
dr. Margrit Kennedy.
18
Hún hefur
skrifað um það bækur, tekið þátt í
ráðstefnum og haldið fyrirlestra m.a.
í Háskóla Íslands í september 2011.
Hún bendir á að margir átti sig ekki
á hinum ólíku gerðum vaxtar. Og
þó svo þeir geri það þá kæri þeir sig
kollótta því að þeir telji að taki þeir
Gamalt fólk að vinna með börnum.
Gamalt fólk býr yfir reynslu og þekkingu
t.d. um náttúru, umhverfi og lífshætti, sem gott er fyrir ungt fólk að kynnast og
tileinka sér. Gamalt fólk finnur að það hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna og
skiptir máli. Samskiptin styrkja félagstengsl og viðhalda menningu.
Vextir og vaxtavextir
Upphæð á 12% vöxtum tvöfaldast á 6 árum.
Upphæð á 6% vöxtum tvöfaldast á 12 árum.
Upphæð á 3% vöxtum tvöfaldast á 24 árum.
Upphæð á 1% vöxtum tvöfaldast á 70 árum.
Enginn sambærilegur vöxtur er í heilbrigðu
vistkerfi. Þar ríkir lögmálið um takmarkaðan
vöxt.
1...,21,22,23,24,25,26,27,28,29,30 32,33,34,35,36,37,38,39,40,41,...68