SJÁLFBÆRNI
26
næstum 43 jarðhektara. Sigurður reiknaði líka út vistspor Íslendinga ef fiskveiðum
þjóðarinnar væri alveg sleppt út úr reikningunum en jafnvel þá var vistspor hvers
Íslendings næstum 13 jarðhektarar og meira en þremur jarðhekturum stærra en
hjá íbúum Sameinuðu arabísku furstaveldanna sem eru næstir í þessari vafasömu
röð. Íslendingar eru því langneyslufrekasta þjóð heims og ef allir Jarðarbúar
höguðu sér eins og Íslendingar þyrfti mannkyn, samkvæmt þessum útreikningum,
fjölmarga hnetti sambærilega okkar einstöku Jörð.
Þingvallaskógur og bankainnistæða
Guðmundur Davíðsson (1874–1953) var hugmyndasmiður þjóð­garðsins á
Þingvöllum og fyrsti þjóðgarðsvörður þar. Hann skrifaði árið 1932:
„Vitanlega er mönnum skylt að færa sér í nyt gæði lands og lagar, en það er ekki
þar með sagt, að þeir hafi heimild til að ræna þeim eftir vild eða uppræta þau ef
verkast vill. Það er sitthvað: rán eða ræktun. Hlunnindi landsins, hverju nafni sem
þau nefnast, má skoða sem innistæðu eða höfuðstól í banka eða sparisjóði.
Ef vextir af innistæðu í banka, og nokkuð af höfuðstólnum, er tekið út árlega
og eytt, fer svo að lokum, að innistæðan þrýtur. Sama gegnir með hlunnindin.
Ef þeim er rænt svo að þau ganga til þurðar og nái sér ekki aftur, er auðsætt
hvernig fer. Þau hverfa með öllu. Sönnun þess er afdrif geirfuglsins. Skógarnir
hafa líka sína sögu að segja um ofþjökun og miskunarlaust rán. Þar hirtu menn
bæði vextina og höfuðstólinn. Skógarkjarrið á Þingvallahrauni eru ómerkilegar
leifar af höfuðstól, sem náttúran hafði komið þar á stofn. Með því að friða þær
er reynt að skila næstu kynslóð ofurlitlu af hinum rænda höfuðstól. Bankahrun
og óhöpp peningastofnana stafa venjulega frá óskilvísum og óráðvöndum
viðskiftamönnum. Og svo er um forn bændabýli, sem rétt sézt votta fyrir í
útjaðri Þingvallaskógar. Þau hafa lagst í eyði – hrunið – vegna vanskila og óreiðu
ábúanda gagnvart náttúrugróðrinum. Þeir hirtu bæði vextina og höfuðstólinn, og
því urðu afleiðingarnar svo ömurlegar. Býli, sem enn í dag lifa nálega eingöngu
á ránsafla úr skauti landsins, og standa ekki í skilum við forðabúr náttúrunnar,
eiga í vændum hlutskifti eyðibýlanna.“
17
1...,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27 29,30,31,32,33,34,35,36,37,38,...68