SJÁLFBÆRNI
28
Í átt til sjálfbærni
Sjálfbærni er til hagsbóta fyrir 1) náttúru og umhverfi, 2) fólk og samfélag og
3) eykur jafnræði og hagsæld. Allt í kring um okkur er fólk sem stuðlar að
sjálfbærni. Skoðum það og áttum okkur á hvers vegna svo er.
Kennari kemur með myndir, helst teknar úr nágrenni nemenda, sem sýna fólk,
athöfn eða fyrirbæri sem styrkja sjálfbærni. Eftir að verkefnið fer af stað, og búið
að kynna það, geta nemendur sjálfir komið með myndir eða farið um nánasta
umhverfi og tekið myndir.
Hver mynd límd á stórt blað. Rætt hvers vegna það sem er á henni er gott m.t.t.
allra þriggja þátta sjálfbærninnar. Þau atriði eru kannski ekki öll ljós í upphafi en
gætu komið smátt og smátt ef blaðið með myndinni fær að hanga uppi við um
tíma. Dæmi um myndir og umfjöllun.
Hjólreiðamaður.
Hjólreiðum fylgir ekki loftmengun. Hjólreiðar eru góð
líkamsþjálfun. Hjólreiðamenn geta auðveldlega haft samskipti við fólkið í kringum
sig af því að þeir eru ekki lokaðir inni í bílum. Umferð hjóla er ódýrari fyrir
samfélagið en bílaumferð, því að fyrir þau þarf ekki jafn volduga og dýra vegi og
bílastæði og fyrir stóra og þunga bíla.
Gámur þar sem safnað er fötum eða hlutum til endurnýtingar.
Endurnýting er góð fyrir umhverfið því að með henni sparast bæði auðlindir
og orka. Söfnun hluta til endurnýtingar veitir fólki vinnu við að flokka hlutina og
koma þeim aftur í sölu og fólk nýtur góðs af því að geta keypt slíka hluti. Vegna
endurnýtingar minnkar kostnaður við sorphirðu og sorpeyðingu og minna af dýru
landi fer undir öskuhauga.
Markaður eða búð þar sem selt er innlent grænmeti.
Að kaupa innlent
grænmeti er gott fyrir umhverfið af því að það er flutt stutta vegalengd á markað.
Langir flutningar þurfa mikla olíu. Olía er takmörkuð auðlind og bruni hennar
myndar mengun sem breytir loftslagi á Jörðinni. Að kaupa innlent grænmeti
styrkir innlenda bændur og fjölskyldur þeirra. Innlent grænmeti er oft hollara fyrir
fólk, er ferskara og næringarbetra, en það sem kemur langt að.
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34,35,36,37,38,39,40,...68