Fullorðnir mega aldrei meiða

1 REDD BARNA1 1.–4. BEKKUR KENNSLU- LEIÐBEININGAR FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA Kennsluleiðbeiningar um líkamlegt ofbeldi með teiknimyndinni „Fullorðnir mega aldrei meiða“ 40343

2 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 10 ÓSKIR TIL FULLORÐINNA FRÁ BÖRNUM OG UNGLINGUM til að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum Barnaheill vinnur að því að öll börn geti verið örugg og tekur stöðuna á móti einelti, ofbeldi og misnotkun. 1 Vertu góð/ur við öll börn, hvort sem það eru þín börn eða annarra. 2 Taktu börn alvarlega og sýndu þeim sömu virðingu og þú sýnir fullorðnum. 3 Talaðu við börn um rétt þeirra til að setja mörk og um kynferðislega misnotkun. 4 Vertu sönn manneskja og láttu þér þykja vænt um börn. 6 Hlustaðu á börn, þó að þau noti önnur orð en þú. 9 Segðu barni að þú trúir því og viljir hjálpa. Það þarf að fá að heyra það. 8 Verið nógu hugrökk að stíga inn þegar barn á erfitt þó að það geti orðið óþægilegt fyrir aðra fullorðna. 10 Gefstu aldrei upp á barni. 5 Spurðu börn hvernig þeim líður. Hættu aldrei að spyrja. Trúðu því sem barn segir, þó það geti verið vont eða hræðilegt að trúa því. 7

EFNISYFIRLIT Inngangur ....................................................................................................................................4 Undirbúningur............................................................................................................................8 Gagnleg orð og hugtök ........................................................................................................14 Námsefnið . ..............................................................................................................................16 1. Kynning á viðfangsefnum .......................................................................................20 2. Teiknimyndin sýnd og atburðarásin endursögð með nemendunum .....21 3. Hugleiðing, umræður og spurningar til að fylgja eftir efninu ...................22 4. Hvernig geta börn fengið hjálp?............................................................................25 Spurningar sem koma upp hjá börnum ...................................................................... 28 Upplýsingar til foreldra . ....................................................................................................31 Viðbrögð ef áhyggjur vakna . ...........................................................................................33 Tilkynningaskylda .................................................................................................................39 Annað efni sem nýta má til kennslu ...............................................................................40 Barnasáttmálinn ....................................................................................................................42 3

4 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 INNGANGUR Það er frábært að þú ætlir að tala við nemendur um líkamlegt ofbeldi gegn börnum! Þetta námsefni tengist teiknimyndinni „Fullorðnir mega aldrei meiða“. Myndin fjallar um Linju, stelpu sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir. Námsefninu er ætlað að auðvelda þér að ræða við nemendurna um ofbeldi og er grundvöllur fyrir umræður í kennslustofunni eftir að börnin hafa horft á myndina. Í þessum kennsluleiðbeiningum finnurðu ráð um hvernig þú getur undirbúið þig fyrir kennsluna, og hvernig þú getur mætt eða fylgt eftir börnum sem þú hefur áhyggjur af. Tillögunum í leiðbeiningunum er ætlað að hjálpa þér að leggja spurningar fyrir börnin og leiðbeina um orðaval. Notaðu þá orðræðu sem hentar þér og nemendahópnum þínum best. Teiknimyndin er framleidd af Bivrost Film fyrir norska sjónvarpið NRK, í samstarfi við Barnaheill í Noregi. Teiknimyndin var þýdd og talsett á íslensku 2023 og er hún aðgengileg á vef Menntamálastofnunar og Barnaheilla ásamt kennsluleiðbeiningum. Markhópur myndarinnar eru börn frá sex ára aldri en hún getur einnig hentað yngri börnum. Við þökkum þér kærlega fyrir þitt mikilvæga starf og óskum þér gæfu og gengis við kennsluna! „Vernda á börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmálinn gr. 19

Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru umtalsvert líklegri til að glíma við líkamlegan og andlegan heilsufars- vanda. Það geta t.d. verið erfiðleikar við einbeitingu, tengslamyndunarvandi, reiðistjórnunarvandi, kvíði og þunglyndi. SAMTAL VIÐ BÖRN OG UNGMENNI UM OFBELDI OG KYNFERÐISBROT Margir fullorðnir forðast að ræða við börn um ofbeldi og kynferðisbrot, vegna þess að þau vita ekki hvernig á að fara að því eða eru hrædd um að fara rangt að. En börn og ungmenni þurfa að fá og vilja fá aukna fræðslu um líkamann, heilbrigða kynhegðun, ofbeldi og kynferðisbrot! Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er tekið skýrt fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og kynferðisbrotum. Þau þurfa að vita hvað ofbeldi er og hvernig hægt er að leita sér hjálpar. Börn þurfa að læra að þau eiga rétt á að vera örugg og að bæði þau og sá eða sú sem beitir þau ofbeldi geta fengið hjálp við að binda enda á ofbeldið. Rannsókn sem gerð var í Noregi hjá börnum á aldrinum 12–16 ára sýndi að 50% þeirra barna sem höfðu verið beitt ofbeldi höfðu aldrei sagt neinum frá því. Aðeins 1 af 5 hafði talað um ofbeldið við fullorðinn fagaðila. Ýmsar ástæður eru fyrir því að sum börn segja aldrei frá. Það getur verið vegna þess að þau átta sig ekki á því að ofbeldi sé rangt, eru hrædd við að það hafi slæmar afleiðingar fyrir þau að segja frá eða þau vita ekki hvers konar hjálp er í boði. 1 af 5 börnum og ungmennum hefur orðið fyrir vægara líkamlegu ofbeldi á uppvaxtar- árunum, t.d. fengið hnefahögg, verið klipið eða slegið með flötum lófa. Rannsóknir sýna að 1 af 20 börnum og ungmennum hefur orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi, svo sem: spörkum, höggum með hörðum hlutum eða barsmíðum. LESIÐ MEIRA UM OFBELDI GEGN BÖRNUM Í BÓKINNI OFBELDI GEGN BÖRNUM – HLUTVERK SKÓLA 5

6 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Á HVERJU BYGGIR NÁMSEFNIÐ Grunnþættir námsefnisins Námsefnið byggir á aðalnámskrá grunnskóla. Mannréttindi grundvallast á manngildi og eru mikilvægur hluti af grunnstoðum réttarríkisins. Þau byggjast á altækum gildum sem ná til allra, óháð því hvaðan þau koma eða hvar þau eru búsett. Barnasáttmálinn er einn grunnþátta almennra mannréttinda og tryggir börnum og ungmennum sérstaka vernd. Meginreglur um nám, þróun og þroska Að geta sett sig í spor annarra og skilið hvernig þau hugsa, hvernig þeim líður og hver reynsla þeirra er, er grundvöllur samkenndar og vináttu milli nemendanna. Samtal er hluti af samfélagsgreinakennslu og skólinn á að leggja áherslu á mikilvægi þess að eiga samtal með virkri hlustun þegar vandamál koma upp. Lýðheilsa og lífsleikni Samfélagsgreinar og þar með talin lífsleikni eru þverfaglegar náms- greinar sem er ætlað að auka færni nemenda við líkamlega og andlega heilsueflingu og færni þeirra í að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir um eigið líf. Á æsku- og unglingsárunum er sérlega mikilvægt að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd.

7 ÁBYRGÐ OG SKYLDUR NEMENDA, STARFSFÓLKS OG FORELDRA Tjáningarfrelsi • Nemendur eiga að geta tjáð sig um hvaðeina sem fram fer í skólanum hvort sem það snertir nám þeirra, líðan, aðbúnað eða félagslegar aðstæður. • Réttmætt er að tekið sé tillit til skoðana þeirra allt eftir aldri og þroska og eðli máls. HÆFNIVIÐMIÐ VIÐ LOK 4. BEKKJAR Hæfniviðmið í samfélagsgreinum Hlutverk kennara í samfélagsgreinum er að gefa nemendum tækifæri til að þroska hæfni sína, til að eiga í innihaldsríkum samskiptum við aðra, veita þeim leiðsögn í lýðræðislegum vinnubrögðum og ljá þeim verkfæri, til þess að þróa skilning sinn á sjálfum sér, öðru fólki og því umhverfi og samfélagi sem þau hrærast í. Kennarinn á að hjálpa nemendum að skilja hugmyndir og hugsjónir, sem liggja til grundvallar viðhorfum til umhverfis, auðlinda og sögu. Gera þeim kleift að átta sig á samfélagslegum og siðferðilegum álitamálum. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að byggja upp orðaforða sinn, þjálfast í notkun hans og að beita honum við ólíkar aðstæður. Heimild (Aðalnámskrá grunnskóla, bls 203) Nemandi getur: • bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig, • bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim, • gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur, • rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni, • áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum. Hæfniviðmið í heimilisfræði Nemandi getur: • tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti. Hæfniviðmið í skólaíþróttum Nemandi getur: • gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.

8 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 UNDIRBÚNINGUR Horfðu á teiknimyndina og nýttu þér kennsluleiðbeiningarnar til að undirbúa kennsluna Ef þú horfir á efnið fyrir kennslustundina verður auðveldara að sjá fyrir þær spurningar sem nemendahópurinn þinn kann að hafa. Dæmi um hugsanlegar spurningar og svör í tengslum við myndina er að finna í „Námsefnið“ á bls. 16. En ef þú færð spurningu sem þú hefur ekki svar við? Dragðu andann djúpt og hugsaðu þig um áður en þú svarar. Þú mátt líka segja við barnið að þú vitir ekki svarið: Þetta var mjög góð spurning og ég er ekki alveg viss hvernig ég á að svara henni. Eftir tímann getum við skoðað þetta saman. Veittu athygli og hugaðu að þeim nemendum sem segja frá eigin reynslu. Leyfðu barninu að ljúka frásögninni og segðu því að það sé gott að það hafi sagt frá. Til að forða barninu frá að berskjalda sig sjálft, systkini eða aðra of mikið er gott að hjálpa barninu að ljúka frásögninni. Þú getur t.d. sagt: Það er mjög mikilvægt og gott að þú sagðir frá þessu. Þannig á engum að líða / Það sem þú varst að segja okkur er dæmi um aðstæður sem er mjög erfitt að vera í. Það er virkilega gott að þú sért að segja einhverjum fullorðnum frá, þá getum við saman fundið leið til að gera eitthvað í málinu. Mig langar til að við tvö/tvær/tveir ræðum þetta betur eftir kennslustundina 1 HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF BARNI? Oft vita kennarar ekki alveg hvernig á að fylgja málum eftir ef þeir hafa áhyggjur af barni. Þú getur lesið þér nánar til um hvað skal gera, ef slíkar áhyggjur vakna, á bls. 33.

9 Ef þess er kostur ættu tveir fullorðnir að sjá um fræðsluna, en ef það er ekki hægt skaltu láta samkennarana vita áður en fræðslan fer fram Ef tveir annast fræðsluna aukast líkurnar á að þið takið eftir áberandi viðbrögðum eða athugasemdum nemendanna. Hinn aðilinn getur verið samkennari, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi eða skólasálfræðingur, svo dæmi séu tekin. Ef einn aðili sinnir fræðslunni er mikilvægt að samstarfsfólkið fái að vita hvenær fræðslan á að fara fram, til að vera viðbúin því að veita nemendum stuðning eftir fræðsluna, ef þess þarf. Ef þið getið stjórnað fræðslunni tvö getur annað ykkar stýrt kennslustundinni en hitt fylgst með viðbrögðum og athugasemdum barnanna og skráð hjá sér ef ástæða er til. Þið getið líka skipt með ykkur verkum og haft hlutverkaskipti á miðri leið. Sá leiðbeinendanna sem ekki hefur orðið getur samt verið með virka nærveru fremst í bekknum. Með þeim hætti getur sá aðili fylgst með hátterni nemendanna á meðan fræðslan fer fram. Fyrir sumum nemendum er fræðslan mjög krefjandi eða erfið upplifun. Þessir nemendur þurfa að fá að vita hvað þau eiga að gera ef þau treysta sér ekki til að vera í kennslustofunni. Þú getur sagt þeim að þau megi fara fram á gang eða annað svæði sem þau finna sig örugg. Í leiðinni skaltu upplýsa börnin um að annar fullorðnu leiðbeinandanna muni koma með þeim, til að gæta þess að allt gangi vel. Þið skuluð ákveða fyrirfram hvort ykkar mun fylgja nemendum sem þurfa að yfirgefa kennslustofuna. 2 ÁÆTLUN UM FRÆÐSLU UM OFBELDI OG KYNFERÐISBROT Margir skólar hafa komið sér upp góðum verkferlum varðandi fræðslu um ofbeldi og kynferðisbrot. Það er mikilvægt að slíkir verkferlar séu hluti af skólanámskrá, kennsluáætlun eða vinnuáætlunum fyrir stök viðfangsefni, þannig að það sé ekki tilviljun háð hvaða börn fá fræðsluna og hver ekki. Ráðlagt er að hafa samband við forvarnarteymi skólans og yfirstjórn og eiga samstarf um að tryggja þetta. Einnig getur verið gott að fastsetja fræðslu í tilteknum bekk en gefa einnig svigrúm til að hægt sé að endurtaka hana ef ákveðnar aðstæður eða tilvik gefa tilefni til. Ef skólinn þinn er ekki með verkferil fyrir slíka fræðslu skaltu spyrjast fyrir um málið hjá þínum stjórnanda.

10 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Gefðu þér góðan tíma til að skýra orð og hugtök Reynslan hefur sýnt að nemendur hafa mismikla þekkingu á ofbeldi og afleið- ingum þess. Það er engu að síður mikilvægt að allir nemendurnir í bekknum fái samhljóða upplýsingar um ofbeldi og hvað þau geta gert ef þau verða fyrir ofbeldi, þar með talið kynferðisbrotum. Börn sem verða fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisbrotum halda oft að þau séu ein um þá reynslu, eða vita ekki hvað gæti gerst ef þau segja frá. Sum börn vita ekki að ofbeldi er bannað með lögum. Þú þarft því að gefa þér góðan tíma til að skýra orð og hugtök sem koma fyrir í fræðslunni og gefa nemendunum svigrúm til að spyrja spurninga. Hafðu í huga að tiltekin börn kunna að þurfa meiri undirbúning en önnur Ræddu varfærnislega og undir öruggum kringumstæðum við þau börn sem þú veist að eru, eða hafa verið, í aðstæðum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi s.s. kynferðisbrotum. Börn sem eru undir eftirliti barnaverndar eða sambærilegra aðila þurfa að fá tækifæri til að tjá sig um það með hvaða hætti þau vilja taka þátt í fræðslunni. Sum vilja kannski fá fræðsluna með hinum í bekknum en önnur þurfa sérstaka handleiðslu. Hugsanlega þarf einnig sérstaka aðlögun fyrir börn með stuðningsþarfir t.d. börn með þroskaskerðingu eða langvinna sjúkdóma. Mikilvægast er að öll börn eiga rétt á fræðslu um ofbeldi og að skólanum ber skylda til að tryggja að slík fræðsla geti farið fram. Dæmi um aðlögun sem kann að vera nauðsynleg til að fræðslan nái til allra geta verið vinna í smærri hópum, einstaklingsfræðsla, undirbúningssamtal, túlkur eða fleiri fullorðnir leiðbein- endur í kennslustofunni. Ræddu við samstarfsfólkið að fræðslunni lokinni Hvað vakti sérstaka eftirtekt og/eða áhyggjur? Hugsanlega hafið þið tekið eftir mismunandi atriðum. Gera þarf áætlun um frekari eftirfylgni. Hafa þarf í huga að það getur liðið nokkur tími þar til nemendur telja óhætt eða eru tilbúnir til að segja frá. Það er því skynsamlegt að endurtaka fræðsluna síðar og halda efninu lifandi með umræðum í nemendahópnum. Fræðsla um ofbeldi og kynferðisbrot getur ekki verið EITT samtal. Hver sem viðbrögð nemendanna hafa verið er hægt að fara mismunandi leiðir við eftirfylgni. 3 4 5

11 Eftirfylgni vegna tiltekins nemanda • Umræður í teymi – er einhver starfsmaður sem þekkir þennan nemanda betur en aðrir, t.d. sérkennari eða starfsmaður á frístundaheimilinu? Er eitthvað í sjálfri fræðslunni sem þarf að ræða sérstaklega? • Ræddu við skólahjúkrunarfræðinginn – eru einhver atriði tengd heilsufari nemenda sem þarf að ræða sérstaklega? • Ræddu við foreldra/forsjáraðila – ef upp koma áhyggjur eða ábendingar sem ekki tengjast grun um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, vanrækslu eða kynferðisbroti af hálfu foreldris/forsjáraðila skal ræða það við þau. Er hugsanlegt að einhver annar fullorðinn í nærumhverfi barnsins hafi komið þar við sögu? • Ræddu við næsta yfirmann þinn – ef grunur vaknar um að nemandi hafi orðið fyrir ofbeldi, vanrækslu eða kynferðisbroti ber þér að hafa samband við þinn næsta yfirmann. Viðkomandi upplýsir þig þá um hvernig þú átt að fylgja málinu eftir. Yfirmaður þinn getur einnig upplýst þig um aðra sem þú getur fengið ráðgjöf hjá í slíkum tilvikum. • Hafðu samband við barnavernd eða lögreglu – ef grunur vaknar um að nemandi hafi orðið fyrir ofbeldi, vanrækslu eða kynferðisbroti er þér skylt að tilkynna það til barnaverndar eða lögreglu. Nánari upplýsingar um tilkynningaskyldu eru á bls. 39. 6

12 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 SUM BÖRN ERU Í MEIRI HÆTTU EN ÖNNUR Börn og unglingar með frávik í þroska eru næstum þrefalt líklegri en önnur til að verða fyrir bæði ofbeldi og kynferðisbrotum en önnur börn. Ástæður þessa eru m.a.: • upplýsingar um kynheilsu, ofbeldi og kynferðisbrot, sem og hvernig er hægt að fá hjálp, eru ekki aðgengilegar • hjálparúrræði eru ekki aðgengileg eða gagnast ekki. Mörg slíkra barna eiga erfitt með að nota síma eða netspjall • börnin mæta fordómum eða sleggjudómum sem gera þeim erfitt um vik að segja frá og vera tekin trúanleg • börnin eru líklegri til að þurfa aðstoð við persónulegar athafnir, svo sem að fara í sturtu, klæða sig og nota salerni. Það getur leitt til þess að barnið á erfitt með að skilgreina mörkin milli aðstoðar og þess að brotið sé á því. • vísbendingar um að eitthvað sé ekki í lagi eru oft túlkaðar í samhengi við færniskerðinguna en ekki sem merki um brot eða áreitni. Af þessum sökum vita mörg barnanna ekki hvað telst ofbeldi eða kynferðisbrot, eða hafa ekki orðaforðann til að tala um það. Önnur börn sem eru í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi og kynferðisbrotum geta verið börn sem: • búa hjá fjölskyldu í erfiðri fjárhagsstöðu • hafa upplifað tengslarof í fjölskyldunni • hafa verið á flótta • skilgreina sig hvorki sem strák né stelpu (kynsegin) • búa á heimilum þar sem vímuefnavandi eða geðrænn vandi er til staðar • búa á heimilum með afbrotasögu Það mikilvægasta er að tryggja að ÖLL BÖRN fái sömu fræðslu um ofbeldi og kynferðisbrot.

13

14 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 GAGNLEG HUGTÖK Hér finnur þú gagnlegar skýringar á orðum og hugtökum sem getur verið flókið að skýra fyrir börnum. Þessar skýringar eru leiðbeinandi dæmi. Þér er frjálst að nota önnur orð eða hugtök sem þér finnst eðlilegra að nota. Mikilvægast er að þú finnir fyrir öryggi og sjálfstrausti þegar þú ræðir viðfangsefnið og getir mætt spurningum og hugleiðingum nemenda með opnum huga. LÍKAMLEGT OFBELDI Líkamlegt ofbeldi er verknaður sem særir, meiðir eða veldur áverkum eða skaða á líkamanum. Líkamlegt ofbeldi er t.d. að: Slá, sparka, flengja, taka kverkataki, skera, klípa, klóra, bíta, kýla, snúa upp á handlegg, halda öðrum föstum og hrinda. ANDLEGT OFBELDI Andlegt ofbeldi meiðir okkur og særir líkt og líkamlegt ofbeldi en það hefur áhrif á tilfinningar okkar og líðan. Slíkt ofbeldi hefur skaðleg áhrif á sjálfs- myndina og lætur okkur líða eins og við séum smá, sek um eitthvað, lítils virði, hrædd eða leið. Andlegt ofbeldi er t.d. að verða ítrekað fyrir einhverju eftirfarandi: Vera hótað, vera höfð að athlægi, vera kölluð ljótum nöfnum, að aðrir stjórni því hvað við megum gera eða hverja við megum hitta, vera hunsuð, að tilfinningar okkar séu ekki virtar. KYNFERÐISOFBELDI BARNA OG UNGMENNA Stundum neyða börn og ungmenni önnur börn til að taka þátt í kynferðislegum athöfnumog það er alltaf ofbeldi. Þetta er oft vegna þess að börnin vita ekki að það sem þau gera er rangt eða að barnið sem verður fyrir brotinu á erfitt með að stöðva leikinn. Kynferðisleg misnotkun getur verið hættulaus og spennandi, svo framarlega sem báðir aðilar eru samþykkir. Ef annar aðilinn hefur verið þvingaður, plataður eða ógnað til að vera með í leiknum telst það kynferðisofbeldi. Það er bannað með lögum. Þau sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða eru ekki viss um hvort þau hafi orðið fyrir slíku broti þurfa að ræða það við fullorðna manneskju sem þau treysta. Í þeim tilvikum þurfa bæði barnið og þau fullorðnu sem kunna að hafa átt hlut að máli að fá hjálp, til að hægt sé að stöðva brotin. Frekari upplýsingar um skaðlega kynferðislega hegðun er að finna í Bangsabæklingi Barna- og fjölskyldustofu en þar er farið yfir hvað er eðlileg kynferðisleg hegðun og hvað óeðlileg.

15 KYNFERÐISOFBELDI FULLORÐINNA OG UNGMENNA. Kynferðisbrot merkir að gera eitthvað kynferðislegt með einhverjum eða við einhvern án samþykkis. Refsiverð kynferðisbrot eru t.d.: • Kynferðisleg áreitni. Hér er ekki átt við líkamlega snertingu. Slík áreitni getur verið að bera sig, sýna öðrum kynfæri sín eða sýna öðrum klámfengnar myndir eða kvikmyndir. Það getur líka verið að láta barn horfa á kynferðislegar athafnir. • Kynferðislegar athafnir. Þetta felur í sér líkamlega snertingu, t.d. að þreifa á viðkvæmum líkamshlutum, svo sem brjóstum, rassi, typpi og píku. Þetta getur verið bæði innan sem utan klæða. • Kynferðislegt samræði. Með þessu er átt við það þegar eitthvað er sett inn í eitthvert opa líkamans. Það getur verið að stinga fingri, hlutum eða kynfærum inn í endaþarmsop, píku eða munn. Það telst einnig kynferðislegt samræði að tæla, plata eða neyða barn til að gera slíkt við sjálft sig – einnig ef það á sér stað á netinu. NEIKVÆTT FÉLAGSLEGT TAUMHALD, ÞVINGUNARHJÓNABÖND OG HEIÐURSTENGT OFBELDI Þetta eru allt birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum. Bæði börn og fullorðnir geta orðið fyrir neikvæðu félagslegu taumhaldi, þvingunarhjónaböndum og heiðurstengdu ofbeldi. Ofbeldinu er ætlað að tryggja að einstaklingar hagi sér í samræmi við viðmið fjölskyldu sinnar eða samfélagshópsins, eða er viðbragð við því ef einhver þykir hafa skert heiður eða orðspor fjölskyldunnar/hópsins. Markmiðið með ofbeldinu getur einnig verið að stjórna hegðun eða hindra rýrnun orðspors, eða að endurheimta glataða æru. Slíkt ofbeldi getur bæði átt sér stað innan fjölskyldna sem eru trúræknar, og þeirra sem ekki eru trúræknar, sem og í fjölskyldum þar sem fjölskyldu- meðlimir hafa mismunandi lífsskoðanir. Ofbeldið tengist mun fremur menningarlegum viðmiðum en trúarlegum. Hér eru nokkur dæmi um slíkt: • vöktun, þrýstingur, hótanir eða nauðung sem setur með kerfisbundnum hætti skorður á atferli eða val og hindrar einhvern ítrekað í að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf og framtíð. Þetta á til dæmis við um sjálfs- ákvörðunarrétt hvað varðar sjálfsmynd, líkama, kynhegðun, frelsi til að velja sér vini, tómstundastarf, lífsskoðun, klæðaburð, menntun og starf, efnahagslegt sjálfstæði, frelsi til að velja sér kærasta/kærustu og maka og til að leita sér heilbrigðisþjónustu. • líkamlegt ofbeldi • andlegt ofbeldi svo sem lítilsvirðing, níð og hótanir • þvinguð hjónabönd eða að vera flutt til annars lands gegn vilja sínum og skilin eftir þar hjá ættingjum

NÁMSEFNI 16 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023

17

18 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 UM FRÆÐSLUNA Í námsefninu er að finna grundvöll að samtali sem tengist efninu og fólkinu sem fjallað er um í teiknimyndunum, þannig að allir nemendur fái svigrúm til að hugleiða efnið og taka virkan þátt í umræðunum. Þú getur bætt við eigin spurningum um efnið en gættu þess að orða þær ekki þannig að það ýti undir mjög persónu- legar frásagnir í hóp. Það getur þó gerst að nemandi vilji fá að lýsa eigin reynslu eða reynslu annarra sem hann þekkir til. Þá er mikilvægt að sinna þeim nemanda eftir tímann og bjóða upp á svigrúm til að ræða nánar við þig, eða annan fullorðinn, ef nemandinn hefur þörf fyrir það. Ef einhver nemendanna segir frá persónulegri reynslu eða verður miður sín skaltu ræða við alla nemendur um traust og að þau eigi ekki að tala um það sem sagt var í tímanum við aðra krakka í skólanum. Taktu einnig skýrt fram að þú munir ekki tala við foreldra eða forsjáraðila um neitt af því sem kemur fram í kennslustundinni án þess að tala við viðkomandi nemanda fyrst. Eðlileg viðbrögð Nauðsynlegt er að viðurkenna og samþykkja tilfinningar og viðbrögð sem koma upp eftir að börnin hafa horft á myndina. Reyndu að finna lausnir sem ekki hafa neikvæðar afleiðingar. Þú getur t.d. sagt: Börn bregðast við á alls konar hátt þegar við tölum um slæma eða erfiða hluti. Sum verða leið eða hrædd og fara kannski að gráta. Sum verða vandræðaleg eða óróleg og reyna að grínast með þetta. Önnur verða reið eða örg fyrir hönd þeirra sem er brotið á í myndinni, eða segja eitthvað kjánalegt sem særir aðra. Öll þessi viðbrögð eru eðlileg. Það er mikilvægt að skilja að við bregðumst öll við á okkar eigin hátt. Þeim börnum sem finnst erfitt að vera í kennslu- stofunni á meðan við sýnum myndina mega fara fram á gang, eða á annan öruggan stað. Svo mun ég, eða einhver annar fullorðinn, tala við ykkur eftir kennslustundina. Það er til að vera viss um að það sé allt í lagi með ykkur og athuga hvort þið þurfið einhverja hjálp. NÁMSEFNI

Gerðu börnunum alveg ljóst að þú munir ekki tala við foreldra eða forsjáraðila um neitt sem gerist í kennslustundinni, án þess að tala við viðkomandi nemanda fyrst. NÁMSEFNI 19

20 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Lengd: 1,5–3 klst. Tíminn sem þú nýtir til að fjalla um efnið fer eftir því hversu miklar umræður skapast og spurningar sem nemendur hafa, og hvort þú velur að skipta lotunni í nokkra hluta. Við mælum með að lágmarki tvær kennslustundir. Markmið: Ég veit hvað ofbeldi er, það er aldrei barninu að kenna ef það verður fyrir því ofbeldi. Ég veit að það er hægt að fá hjálp. Börn eiga rétt á að alast upp án ofbeldis segir í íslenskum lögum. Tillögur að spurningum fyrir nemendur eru merktar með punkti fyrir framan ef þið kjósið að nýta ykkur þær í fræðslunni. KYNNING Núna ætlum við að horfa saman á mynd. Myndin er teiknimynd og sagan í myndinni er skáldskapur en hún fjallar um hluti sem geta gerst í raunveru- leikanum. Hún fjallar um að fullorðnir mega aldrei slá eða meiða börn og að öll börn eiga rétt á því að fá aðstoð til þess að vera örugg. Eftir myndina ætlum við að tala saman og þá getið þið sagt frá því sem þið eruð að hugsa og spurt spurninga um það sem gerist í myndinni. Áður en við horfum á myndina vil ég að við tölum aðeins um hvað það þýðir að vera öruggur. Börn eiga rétt á að vera örugg, líða vel og að enginn berji þau eða skaða þau á annan hátt. Segðu síðan aðeins frá því hvað ofbeldi er, að það getur verið bæði líkamlegt og andlegt (sjá tillögur á bls. 14). 1 NÁMSEFNI Fullorðnir mega aldrei meiða Þú finnur myndina á vef Menntamálastofnunar og á vef Barnaheilla.

21 SÝNIÐ MYNDINA OG ENDURSEGIÐ SÖGUÞRÁÐINN Í SAMEININGU Leyfið nemendunum að koma með sínar fyrstu sjálfsprottnu hugleiðingar og spurningar eftir áhorf. Spurningarnar hér að neðan geta hjálpað til við að beina umræðunni að viðfangsefni myndarinnar. • Um hvað fjallaði þessi mynd? • Hvernig haldið þið að það sé að vera Linja? • Af hverju er Linja hrædd? • Af hverju verður pabbinn reiður? Hér er mikilvægt að nefna fleiri mismunandi ástæður þess að pabbinn verður reiður til að sýna hversu tilviljanakennd reiði hans getur verið. Bendið einnig á að stundum líður Linju vel heima og að pabbinn hegðar sér ekki alltaf svona. Það er mikilvægt að útskýra að fullorðnir sem meiða geti líka gert góða, skemmtilega og notalega hluti, ekki bara slæma hluti og að mörg börn (en ekki öll) sem upplifa ofbeldi á heimilinu þyki samt sem áður vænt um foreldra sín. • Pabbi Linju kennir henni um að hann verði reiður. Þegar hann kennir henni um, hvernig heldur þú að henni líði? Það er aldrei barninu að kenna ef að fullorðinn verður reiður og slær eða gerir aðra slæma hluti. ALVEG SAMA hvað barnið hefur gert. Jafnvel þó að það hafi ... Hér getið þið gjarnan talið upp dæmin úr myndinni eins og að tala of hátt eða lágt, pissa í rúmið, slá einhvern, segja ljóta hluti, brjóta rúðu og svo framvegis. Finnið einnig eigin dæmi með börnunum. Mikilvægast er að fá fram að þetta á við ALVEG SAMA hvað barnið hefur gert. • Hvernig finnst ykkur að fullorðnir eigi að bregðast við ef barn hellir niður mjólk?/syngur of hátt?/brýtur rúðu í skólanum? 2 NÁMSEFNI

22 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 ÍGRUNDUNARSAMTAL • Hvernig tilfinning er það að hræðast eitthvað? • Getið þið fundið það í líkamanum þegar þið eruð hrædd? • Hvar í líkamanum finnið þið það? • Hvað hjálpar þegar þið eruð hrædd? • Getið þið orðið hrædd þegar fullorðnir verða reiðir? • Ef að fullorðna fólkið er reitt, getið þið samt upplifað að þið séuð örugg? • Hvernig geta fullorðnir verið reiðir án þess að þið verðið hrædd? Hér getið þið sýnt skjámyndir eða spólað að atriðinu þar sem barn hellir niður mjólk og sýnt þeim aftur (01:52–02:32). Spyrjið börnin um það sem gerist í atriðinu. • Hvernig bregst fullorðna fólkið við? Segið að fullorðið fólk megi verða reitt en að þau megi samt ekki slá eða meiða börn. Talið gjarnan um það sem yfirleitt gerist eftir að fullorðið fólk verður reitt þannig að okkur finnist við vera örugg, til dæmis að hinn fullorðni róar sig niður og brosir og talar vingjarnlega við barnið. 3 NÁMSEFNI

23 • Það stendur í íslenskum lögum að fullorðnir mega ekki slá eða meiða börn. • Hvað eru lög? Útskýrið að lög eru reglurnar sem við höfum á Íslandi sem ákveða hvernig við eigum að hegða okkur gagnvart hvert öðru, hvaða réttindi við höfum og hvað má og ekki má. Notið gjarnan dæmi um aðrar reglur sem nemendurnir þekkja eins og skólareglurnar. Útskýrið að við höfum þessar reglur svo að allir geti haft það gott saman. Þannig er það líka með íslensku lögin, þau eru reglur sem eru búnar til fyrir öll okkar sem búum á Íslandi. • Íslensku lögunum er safnað saman í bækur. • Áður fyrr var í raun leyfilegt að slá börn. Hefur þú heyrt einhverjar sögur um það eða séð slíkt í mynd? • Kennarar máttu meira að segja slá nemendur sína í gamla daga! Af hverju haldið þið að það hafi síðan verið settar reglur um að bannað sé að slá börn? NÁMSEFNI

24 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 • Veist þú hvað fræðimaður er? Vinnan þeirra er að kanna og rannsaka til þess að finna út úr hlutunum. Þeir nota oft langan tíma og eru mjög nákvæmir af því að niðurstöður þeirra eiga að vera réttar. Fræðimaður getur unnið við að finna út mismunandi hluti. Sumir vinna við að rannsaka náttúruna en aðrir rannsaka til dæmis manneskjur. • Hverju komust fræðimennirnir í myndinni að? Þau sem búa til lög og reglur, eins og stjórnmálamenn, hlustuðu á fræði- mennina og tóku það inn í lögin, til dæmis íslensku lögin. • Af hverju er það ekki gott fyrir börn að vera slegin? Eða klipin? • Af hverju er það ekki gott fyrir börn að vera hótað? Eða að vera lokuð inni? Hér getið þið gjarnan talið upp af hverju það er ekki gott fyrir börn: þau geta meitt sig, þau geta hlotið skaða á líkama, þau geta alltaf verið hrædd, þau geta fengið illt í magann, geta átt erfitt með svefn, þau geta orðið mjög reið, átt erfitt með að fylgjast með í skólanum, þau geta haft áhyggjur af öðrum sem þeim þykir vænt um. NÁMSEFNI

25 HVERNIG GETA BÖRN FENGIÐ HJÁLP? • Linju fannst hún ekki vera örugg heima. Hvernig fékk hún hjálp? Hún talaði við fullorðinn einstakling, við kennarann sinn. • Haldið þið að henni hafi þótt auðvelt að segja frá því hvernig henni leið heima? Mörg börn þora ekki að segja neinum frá því ef þeim líður ekki vel heima hjá sér. Það getur orðið að vondu leyndarmáli sem þau vilja að enginn komist að. Leyndarmál sem gerir þau sorgmædd, hrædd, reið svo þau geta jafnvel fengið illt í magann. Svona leyndarmál er ekki gott að eiga. Það er skynsamlegt að tala við fullorðinn sem maður treystir. 4 NÁMSEFNI

26 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 • Linja talaði við kennarann sinn. Hvað ef kennarinn hefði ekki trúað henni eða ekki viljað hlusta? • Við hvern hefði hún þá getað talað? • Við hvern getið þið talað ef ykkur eða einhverjum sem þið þekkið, líður ekki vel heima? Skrifið á töfluna eða á blað. Börnin nefna kannski fyrst fullorðna einstaklinga sem þau þekkja. Skrifið niður alla sem þau nefna en bendið þeim líka á að það eru fullorðnir sem vinna við það að hjálpa börnum. Farið gjarnan í gegnum persónurnar á skjámyndinni og látið nemendurna koma með tillögur um hver þau geti verið (lögregla, skólahjúkrunarfræðingur, barnavernd, neyðarsíminn 112). Öll börn og ungmenni geta hringt í Neyðarlínuna í síma 112 ef þau sjálf eða einhver sem þau þekkja á erfitt. Einnig geta þau talað við neyðarverði á netspjallinu 112.is. Fullorðnir geta líka hringt þangað til að fá ráðleggingar. NÁMSEFNI

27 • Vitið þið hvað barnaverndarþjónusta er? Barnaverndarþjónusta á að hjálpa börnum sem líður ekki vel heima hjá sér. Það getur verið að börn hafi spurningar um þjónustuna eða hafi heyrt eitthvað um hana. Útskýrið að starfsfólk barnaverndar á alltaf að hugsa um hvað er best fyrir barnið þegar þau ákveða hvers konar hjálp barnið á að fá. Starfsfólk barnaverndar hjálpar á ólíkan hátt. Langflest börn fá hjálp frá starfsfólki barnaverndar heima hjá fjölskyldunni og foreldrar fá oft hjálp til þess að vera betri foreldrar fyrir börnin sín. En sum börn þurfa að flytja frá fjölskyldu sinni ef þau eru ekki örugg heima og ef fullorðna fólkið getur ekki passað þau eða gerir ólöglega hluti við þau. Þá eiga þau að vera örugg annarsstaðar, stundum á fósturheimili og stundum hjá fjölskyldu sem þau þekkja og þar sem þau eru örugg. Endið á því að segja: Stundum hlustar fullorðið fólk ekki eða trúir ekki því sem börnin segja. Þá verður þú að reyna aftur að segja frá eða tala við einhvern annan fullorðinn sem hlustar og hjálpar. KENNARAR SKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR SAMFÉLAGSFRÆÐIKENNARI SKÓLASTJÓRI SKÓLALIÐI STARFSFÓLKIÐ Í FRÍSTUND FORELDRAR Í BEKKNUM ÞJÁLFARAR P P P P P P P P FULLORÐNIR TIL AÐ TALA VIÐ NÁMSEFNI

28 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 AÐRAR SPURNINGAR SEM KOMA UPP HJÁ BÖRNUM Hvað gerist ef fullorðnir slá börn? Eru þeir ekki að gera eitthvað sem er ólöglegt? Ef að fullorðnir gera eitthvað sem er ólöglegt þurfa aðrir fullorðnir að komast að því og hjálpa þeim að hætta. Á Íslandi er það barnaverndarþjónustan og lögreglan sem vinna við að passa að engir fullorðnir meiði börn eða geri aðra hluti sem skaða börn. Ef þau hafa grun um eða heyra af börnum sem ekki líður vel, verða þau að rannsaka og rannsakar, stundum er það lögreglan og stundum eru það báðir aðilar. Þau eiga að tala við börnin og komast að því hvernig þeim líður. Ef þau komast að því að börn eru slegin, sparkað í þau, þeim er hrint eða klipin eða komast að öðrum hlutum sem valda börnunum vanlíðan þá verða þau að gera eitthvað til þess að hjálpa fullorðna fólkinu að hætta. Flestir fullorðnir einstaklingar fá hjálp til þess að verða góðir foreldrar án þess að börnin verði að flytja á annan stað. En stundum þurfa börn að flytja á annan stað til þess að vera örugg og líða vel. Stundum þurfa fullorðnir, sem hafa slegið börn eða gert aðra ólöglega hluti, að sitja í fangelsi um tíma. Það er til þess að þau læri að hætta að gera ólöglega hluti og til þess að vernda þá sem hinn fullorðni hefur gert ólöglega hluti við. Hvað geri ég ef einhver segir mér frá því að þeim líði ekki vel heima hjá sér en segja að ég megi ekki segja neinum frá því? Það er algengt að börn segi að enginn megi vita því þau eru hrædd um hvað geti gerst ef fullorðnir komast að þessu. Kannski hefur þú meira að segja lofað að þú ætlir ekki að segja neinum frá. Þú ættir að tala við vin þinn og segja að þú haldir að það sé skynsamlegt að tala við einhvern fullorðinn. Þú getur alveg sagt að þú hafir áhyggjur af hvernig vinur þinn hefur það og að þú viljir að honum/henni líði vel. Þú getur sagt að þú getir farið með vini þínum og fundið fullorðinn einstakling sem þið treystið. MIKILVÆGT! Þú átt alltaf að segja einhverjum fullorðnum sem þú treystir ef þú býrð yfir vondu leyndarmáli. Það er ekki að kjafta frá heldur að vera góður vinur. 1 2

29 3 4 Hvað geri ég ef fullorðinn einstaklingur hótar og segir að hann/hún ætli að vera vondur við önnur börn eða dýr? Sumir fullorðnir hóta svo að börn segi ekki frá því að hinn fullorðni hefur gert eitthvað ólöglegt. Fullorðnir mega ekki hóta börnum til þess að fá þau til að þegja yfir vondum hlutum. Þess vegna er mikilvægt að segja frá svo að hinn fullorðni geti fengið hjálp til þess að hætta að meiða börn. Þú átt rétt til verndar gegn því að vera meidd/ur. Segðu fullorðnum einstaklingi sem þú treystir frá vondum leyndarmálum. Hvað geri ég ef barn slær önnur börn? Börn eða ungmenni mega heldur ekki slá önnur börn. Stundum getur verið að einhver meiði sig í leik án þess að það hafi verið ætlunin. En stundum gerir einhver slíkt viljandi. Þá skaltu segja fullorðnum sem þú treystir frá því. Sum börn geta gert vonda hluti við önnur börn af því að þau eiga erfitt heima eða þau hafa ekki ennþá lært hvernig þau eiga að hegða sér gagnvart öðrum. Það er mikilvægt að þau fái líka hjálp. Þess vegna er skynsamlegt að þú segir alltaf frá öllu ofbeldi. Sum börn haga sér illa í kennslustofunni eða frímínútunum og oft er það hróp á hjálp. Skólanum ber skylda til að kanna slík tilvik og beita viðeigandi úrræðum í því skyni að tryggja öllum nemendum gott og öruggt og gott skólaumhverfi í samræmi við skyldu skólans til að tryggja virkni allra nemenda. ER SKÓLINN MEÐ VIRKA VIÐBRAGÐSÁÆTLUN UM VIÐBRÖGÐ VIÐ OFBELDI OG/EÐA KYNFERÐISBROTUM? Slík viðbragðsáætlun skal innihalda fyrirbyggjandi aðgerðir og venjur um hvað gera skal ef nemandi við skólann verður fyrir ofbeldi eða kynferðis- broti. Allt starfsfólkið á að þekkja viðbragðsáætlunina, eða önnur verkferli sem í gildi eru. Þetta tekur til allra starfsmanna skólans, einnig skólaliða og starfsmanna frístundaheimila. Það er ekki hægt að sjá fyrir hvaða starfsmanns barnið ákveður að leita til. Sé skólinn ekki viðbragðsáætlun má finna dæmi um slíka áætlun á síðunni Stopp ofbeldi!“

30 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Barnaheill og Menntamálastofnun mæla með að foreldrar verði ekki upplýstir um það hvaða dag nemendurnir eiga að fá fræðslu um ofbeldi. Það er til að forðast að foreldrar haldi vísvitandi nemandanum heima þann dag og til að forðast vangaveltur um ástæður fjarvista, ef til kemur.

UPPLÝSINGAR TIL FORELDRA Það getur verið gagnlegt að láta foreldra vita að nemendur muni fá fræðslu um ofbeldi á önninni eða í nánustu framtíð. Þá geta foreldrarnir undirbúið sig að nokkru leyti fyrir að ræða þetta við börnin heima að fræðslunni lokinni. Einhverjir foreldrar kunna að hafa sjálfir orðið fyrir ofbeldi eða kynferðisbrotum, sem gerir þeim erfiðara að ræða við eigin börn um þetta málefni. Þá er gott að leita upplýsinga um hvernig skólinn vinnur með viðfangsefnið. Barnaheill og Menntamálastofnun mæla með að foreldrar fái ekki nákvæmar upplýsingar um hvenær fræðslan á að fara fram. Það kemur í veg fyrir að foreldrar haldi barninu heima þann dag sem fræðslan fer fram, í þeim tilvikum sem foreldrarnir beita sjálfir ofbeldi eða kynferðisbrotum. Þannig má einnig forðast óþarfa vangaveltur um ástæður þess ef barn er veikt eða mætir ekki í skólann einmitt þann dag. Notaðu orðalagið „á árinu/önninni/tímabilinu“ eða annað í þeim dúr. Einnig er hægt að upplýsa foreldra eftir fræðsluna, t.d.: „í þessari viku töluðum við m.a. um …“ Gott er að láta tengil á teiknimyndina sem þið horfðuð á fylgja með, sem og upplýsingar um ítarefni sem foreldrar geta kynnt sér um viðfangsefnið. Sniðmát af upplýsingapósti til foreldra og forsjáraðila er hægt að finna á vefnum Stopp ofbeldi – yngsta stig. 31

32 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Mundu að þú getur alltaf, bæði fyrir samtal, í samtali og eftir samtal, beðið um ráðgjöf nafnlaust hjá lögreglu, barnavernd eða Barna- húsi ef þú lendir í aðstæðum sem þú þarft að fá ráð.

33 VIÐBRÖGÐ EF ÁHYGGJUR VAKNA Hér eru nokkur hagnýt ráð um hvernig gott er að eiga samtal við barn sem vill segja frá og/eða barn sem þú óttast að hafi orðið fyrir broti. Þú getur einnig fengið ráð um hvernig á að fylgja samtalinu eftir og hlúa að barninu. Samtal við barn sem vill segja frá Ef barnið hefur treyst einhverjum fullorðnum fyrir frásögn sinni er ráðlegast að sami einstaklingur fylgi málinu eftir og eigi frekari samtöl. Þetta getur verið erfitt samtal fyrir barnið. Gættu þess að finna stað þar sem aðrir sjá ekki til og þið getið talað saman án truflana. Ef þú hefur ekki tækifæri til að eiga samtal um leið og barnið á frumkvæði að því þarf að ákveða tíma fyrir það með barninu sem allra fyrst. Það er mikilvægt að þú gerir barninu alveg ljóst að þú viljir gjarnan spjalla og heyra hvað það hefur að segja, en að þú getir það ekki nákvæmlega núna. Þú verður að gefa góða skýringu sem er skiljanleg barninu. Þegar samtalið við barnið fer fram er mikilvægt að þú hlustir mjög vel og af athygli. Leyfðu barninu að leiða samtalið. Þegar barn segir frá er þitt hlutverk að veita frásögninni athygli. Jafnvel þótt barnið hafi átt frumkvæði að samtalinu getur verið erfitt fyrir barnið að segja frá því sem hann eða hún vill koma á framfæri. Ef samtalið reynist barninu of erfitt geturðu hjálpað því með því að lýsa því sem þú veist nú þegar (hvort sem það er það sem barnið sjálft hefur sagt/teiknað/ skrifað eða eitthvað sem þú tókst sjálf(ur) eftir). Þú getur líka hjálpað barninu með því að endurtaka það sem það segir og hvetja það til að segja nánar frá. Á vef Mennamálastofnunar má finna vefinn Stopp ofbeldi! og þar eru leiðbeiningar um það hvernig hægt er að snúa sér ef þú hefur áhyggjur af barni.

34 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Þitt hlutverk er að hlusta, styðja og hjálpa barninu að segja frá því sem það sjálft vill deila með þér, og meta því næst hvort þörf sé á að leita ráðgjafar og aðstoðar hjá öðrum aðilum. Gerðu barninu alveg ljóst að þú trúir því sem barnið er að segja og að það hafi verið rétt að segja frá. Í samtalinu við barnið skaltu spyrja opinna spurninga, til dæmis: „HVAÐ gerðist?“ og „HVER gerði þetta?“ Önnur leið til að spyrja er að hvetja barnið með því að segja: „Segðu mér meira frá þessu“. Upplýsingarnar geta auðveldað þér að meta hvort barnið er í bráðri hættu og að átta þig á því hvaða úrræðum er rétt að beita (t.d. hvort það liggur á að hafa samband við barnavernd/lögreglu). Gættu þess að spyrja ekki leiðandi spurninga, svo sem: „Var það mamma þín sem gerði þetta?“ Það er gott að skrifa hjá sér spurningarnar, svörin við þeim og atriði sem þú tekur sérstaklega eftir í samtalinu, annaðhvort á meðan eða strax og samtalinu lýkur. Gættu þess að greina á milli þess sem barnið segir og þínum túlkunum á því. Segðu barninu hvers vegna þú ert að skrifa hjá þér, til að vekja ekki óróa hjá því. Það getur líka verið gott að skrifa samantekt á samtalinu með barninu. Hafðu í huga að samtalið á helst að virðast sem eðlilegast í augum barnsins. Barnið finnur hugsanlega fyrir hræðslu og óöryggi þar sem þetta samtal er allt öðruvísi en þau samtöl sem þú hefur átt við barnið fram til þessa. Einnig er mjög mikilvægt að huga að líkamstjáningunni og sitja í stellingu sem gefur til kynna vináttu og opinn huga. Ef þér finnst óþægilegt að hlusta á það sem barnið segir gætirðu ómeðvitað sett upp efasemdasvip, hrukkað ennið og krosslagt handleggina. Barnið getur upplifað þetta sem tjáningu á höfnun og fengið á tilfinninguna að þú trúir ekki frásögninni. Gættu þess að nota ekki líkamlega snertingu nema þú hafir fengið skýrt samþykki hjá barninu fyrir snertingunni. Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kynferðisbrotum hafa oft ríka þörf fyrir að halda stjórninni yfir eigin líkama. Hvað gerðist? Hver gerði þetta? Segðu mér meira frá því.

35 Sumum börnum finnst gott að fá faðmlag eða vera strokið um bakið, önnur upplifa það sem ágenga snertingu sem vekur óöryggi. Þegar barn segir frá erfiðum atburðum eða reynslu getum við, sem fullorðnar manneskjur, orðið snortin og döpur við að hlusta á frásögnina. Þér er óhætt að sýna slíkar tilfinningar á þann máta sem er þér eðlilegur, en hafðu í huga að þínar tilfinningar eru ekki í aðalhlutverki í þessu samtali. Ef þú sýnir mjög sterk tilfinningaleg viðbrögð við frásögninni gæti barnið fengið samviskubit yfir því að hafa sagt frá. Það er þess vegna mikilvægt að þú skýrir fyrir barninu þær tilfinningar sem þú upplifir og gefir skýrt til kynna, í líkamstjáningu og orðum, að þú þolir að hlusta og að barnið sé ekki að íþyngja þér með frásögninni. Sýndu barninu að þú metir mikils traustið sem þér er sýnt. Það er því mikilvægt að forðast líkamlega snertingu nema að fengnu samþykki barnsins. Í handbókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla er kafli um það hvernig best er að taka viðtöl við börn sem lent hafa í ofbeldi og vilja segja frá.

36 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Hvernig á að huga að barninu eftir samtalið? Þegar barnið er búið að segja frá er mikilvægt að þú gerir því ljóst að þú, sem fullorðin manneskja, berir ábyrgð á að veita frekari aðstoð. Þegar barn segir frá leyndarmáli getur hversdagslífið og tilveran sem það þekkir tekið miklum breytingum og orðið ruglingslegt og ófyrirsjánlegt. Til að reyna að tryggja barninu fyrirsjáanleika og stjórn er mikilvægt að barnið fái, svo fremi sem það er hægt, upplýsingar í samræmi við þroska þess um næstu skref og úrræði. Mat á því hvaða upplýsingar er við hæfi að veita er byggt á aldri barnsins og hugarástandi. Það er mjög misjafnt hvað gagnast hverju barni best og það tengist aldri þess, atvikunum sem var lýst og því hversu mikil hætta barninu, eða öðrum, stafar af þeim aðila sem beitti ofbeldinu. Þú þarft að segja barninu satt og gera því alveg ljóst að þú ætlir að gera allt sem í þínu valdi stendur til að hjálpa barninu að líða betur. Gættu þess þó að lofa engu sem þú getur ekki staðið við, þar sem slíkt skapar enn meira óöryggi hjá barninu. Að samtalinu loknu getur einnig verið gott að segja barninu að það sé ekki eitt og að þú vitir um önnur börn (án þess að nefna nöfn) sem hafi gengið í gegnum það sama og hafi upplifað sömu erfiðu og sáru tilfinningar og hugsanir. Það er mikilvægt að forðast að tala um gerandann á mjög neikvæðan hátt, þar sem gerandinn er oft manneskja sem barninu þykir mjög vænt um og hefur líka átt góðar stundir með. Betra er að leggja áherslu á að sá eða sú sem beitti ofbeldinu fái hjálp við að hætta því. Ræddu við barnið um hvað það getur gert í skólanum þegar því líður illa og vill tala við einhvern fullorðinn sem það treystir. Veittu barninu stuðning við að halda áfram með eins „venjulegt“ hversdagslíf og kostur er, í skólanum, með heimanámið og í tómstundum. Börn finna oft fyrir sektarkennd og finnst þau ábyrg fyrir því sem gerðist og það er mikilvægt að segja þeim afdráttarlaust að það sé aldrei barninu að kenna ef einhver beitir það ofbeldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=