Fullorðnir mega aldrei meiða

44 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 27 NÆRING, FÖT OG ÖRUGGT HEIMILI Börn eiga rétt á því að fá næringu, fatnað og öruggt heimili svo þau geti þroskast á sem bestan hátt. Stjórnvöld eiga að aðstoða fjölskyldur sem hafa ekki kost á því að veita börnum framangreint. 28 AÐGANGUR AÐ MENNTUN Öll börn eiga rétt á menntun. Grunnmenntun á að vera ókeypis og öll börn eiga að hafa aðgang að framhaldsmenntun. Hvetja á börn til þess að mennta sig. Aldrei má beita barn ofbeldi eða niðurlægja það, svo sem vegna brota á skólareglum. 29 MARKMIÐ MENNTUNAR Menntun á að hjálpa börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim að þekkja réttindi sín og að virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Menntun á að hjálpa þeim að lifa friðsamlega og að vernda náttúruna. 30 MENNING, TUNGUMÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA Börn eiga rétt á að iðka eigin trú, tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni. 31 HVÍLD, LEIKUR, MENNING OG LISTIR Öll börn eiga rétt á hvíld, leik og að taka þátt í menningarlífi. 32 VERND GEGN SKAÐLEGRI VINNU Börn eiga rétt á vernd gegn því að vinna hættuleg störf eða störf sem eru slæm fyrir skólagöngu þeirra, heilsu eða þroska. Ef börn stunda vinnu eiga þau rétt á því að gera það í öryggi og að fá sanngjörn laun fyrir. 33 VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn því að nota, búa til, bera á sér eða selja skaðleg vímuefni. 34 VERND GEGN KYNFERÐISOFBELDI Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn kynferðisofbeldi, þar með talið að vernda þau fyrir því að vera neydd í vændi, að teknar séu kynferðislegar myndir eða gerð kynferðisleg myndbönd af þeim. 35 VERND GEGN BROTTNÁMI, VÆNDI OG MANSALI Stjórnvöld eiga að tryggja að börn séu ekki numin á brott, seld, eða flutt til annarra landa eða staða til að láta þau vinna og þræla án launa. 36 VERND GEGN MISBEITINGU Stjórnvöldum ber að vernda börn gegn hvers kyns annarri misbeitingu. 37 BÖRN Í HALDI Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína. 38 VERND Í STRÍÐI Börn eiga rétt á vernd í stríði. Ekkert barn yngra en 15 ára á að sinna herþjónustu eða taka þátt í stríði. 39 BATI OG AÐLÖGUN Börn eiga rétt á því að fá hjálp ef þau hafa meiðst eða verið særð, vanrækt, komið hefur verið illa fram við þau eða þau orðið fyrir áhrifum af stríði svo þau nái aftur heilsu og reisn. 40 BÖRN SEM BRJÓTA LÖG Börn sem sökuð eru um að hafa brotið lög eiga rétt á lögfræðiaðstoð og réttlátri málsmeðferð. Fyrir hendi eiga að vera mörg viðeigandi úrræði og tækifæri til að hjálpa þeim börnum að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Fangelsi skal vera síðasta úrræðið. 41 BESTU LÖGIN GILDA Ef lög landsins vernda rétt barna betur en Barnasáttmálinn á að styðjast við þau. 42 ALLIR VERÐA AÐ ÞEKKJA RÉTTINDI BARNA Stjórnvöld skulu fræða börn og fullorðna um Barnasáttmálann reglulega svo allir þekki réttindi barna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=