Fullorðnir mega aldrei meiða

36 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Hvernig á að huga að barninu eftir samtalið? Þegar barnið er búið að segja frá er mikilvægt að þú gerir því ljóst að þú, sem fullorðin manneskja, berir ábyrgð á að veita frekari aðstoð. Þegar barn segir frá leyndarmáli getur hversdagslífið og tilveran sem það þekkir tekið miklum breytingum og orðið ruglingslegt og ófyrirsjánlegt. Til að reyna að tryggja barninu fyrirsjáanleika og stjórn er mikilvægt að barnið fái, svo fremi sem það er hægt, upplýsingar í samræmi við þroska þess um næstu skref og úrræði. Mat á því hvaða upplýsingar er við hæfi að veita er byggt á aldri barnsins og hugarástandi. Það er mjög misjafnt hvað gagnast hverju barni best og það tengist aldri þess, atvikunum sem var lýst og því hversu mikil hætta barninu, eða öðrum, stafar af þeim aðila sem beitti ofbeldinu. Þú þarft að segja barninu satt og gera því alveg ljóst að þú ætlir að gera allt sem í þínu valdi stendur til að hjálpa barninu að líða betur. Gættu þess þó að lofa engu sem þú getur ekki staðið við, þar sem slíkt skapar enn meira óöryggi hjá barninu. Að samtalinu loknu getur einnig verið gott að segja barninu að það sé ekki eitt og að þú vitir um önnur börn (án þess að nefna nöfn) sem hafi gengið í gegnum það sama og hafi upplifað sömu erfiðu og sáru tilfinningar og hugsanir. Það er mikilvægt að forðast að tala um gerandann á mjög neikvæðan hátt, þar sem gerandinn er oft manneskja sem barninu þykir mjög vænt um og hefur líka átt góðar stundir með. Betra er að leggja áherslu á að sá eða sú sem beitti ofbeldinu fái hjálp við að hætta því. Ræddu við barnið um hvað það getur gert í skólanum þegar því líður illa og vill tala við einhvern fullorðinn sem það treystir. Veittu barninu stuðning við að halda áfram með eins „venjulegt“ hversdagslíf og kostur er, í skólanum, með heimanámið og í tómstundum. Börn finna oft fyrir sektarkennd og finnst þau ábyrg fyrir því sem gerðist og það er mikilvægt að segja þeim afdráttarlaust að það sé aldrei barninu að kenna ef einhver beitir það ofbeldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=