Fullorðnir mega aldrei meiða

43 13 FRELSI TIL AÐ DEILA HUGMYNDUM SÍNUM Börn eiga rétt á því að deila skoðunum sínum, vitneskju og hvernig þeim líður með öðrum með því að tala, teikna eða tjá sig á annan hátt, svo lengi sem það hefur ekki skaðleg áhrif á annað fólk. 14 SKOÐANA- OG TRÚFRELSI Börn eiga rétt á frjálsri hugsun og að velja sér trúarbrögð og eigin hugmyndir, svo lengi sem það hindrar ekki aðra í að njóta réttinda sinna. Í uppeldi geta foreldrar leiðbeint börnum sínum um hvernig megi nýta þessi réttindi að fullu. 15 FÉLAGAFRELSI Börn eiga rétt á því að stofna sín eigin félög og hópa og þau mega hitta vini og félaga, svo lengi sem það brjóti ekki gegn réttindum annarra. 16 PERSÓNUVERND OG EINKALÍF Öll börn eiga rétt á einkalífi. Lögin eiga að vernda einkalíf barna, fjölskyldur og heimili. Börn eiga líka rétt á því að samskipti þeirra við aðra, orðspor þeirra og fjölskyldna þeirra sé verndað með lögum. 17 AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM Börn eiga rétt á því að sækja upplýsingar af Internetinu, úr sjónvarpi, útvarpi, tíma- ritum, bókum og öðrum miðlum. Fullorðnir eiga að gæta þess að upplýsingarnar séu börnum ekki skaðlegar. Stjórnvöld eiga að hvetja útgefendur og fjölmiðla til þess að deila upplýsingum með fjölbreyttum leiðum sem öll börn skilja. 18 ÁBYRGÐ FORELDRA Foreldrar bera aðalábyrgð á uppeldi barna sinna. Þegar barn á ekki foreldra tekur annað fullorðið fólk við ábyrgðinni á upp- eldi barnsins. Þeir sem annast uppeldi eiga að meta og taka tillit til þess sem er barninu fyrir bestu og eiga stjórnvöld að hjálpa og leiðbeina þeim. Þegar barn á tvo foreldra bera þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins. 19 VERND GEGN OFBELDI Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. 20 UMÖNNUN UTAN FJÖLSKYLDU Barn sem ekki nýtur umönnunar fjölskyldu sinnar á rétt á því að hugsað sé um það af fólki sem ber virðingu fyrir trúarskoðunum þess, menningu, tungumáli og öðru sem varðar líf barnsins. 21 ÆTTLEIDD BÖRN Þegar börn eru ættleidd er mikilvægt að það sem er barni fyrir bestu sé haft að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku. Ef ekki er hægt að veita barni umönnun og fullnægjandi uppeldisaðstæður í heimalandi þess getur komið til ættleiðingar milli landa. 22 BÖRN SEM FLÓTTAMENN Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu. 23 FÖTLUÐ BÖRN Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við að- stæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á. Stjórnvöld eiga að fjarlægja hindranir svo öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. 24 HEILSUVERND, VATN, MATUR, UMHVERFI Börn eiga rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, hreinu drykkjarvatni, hollum mat og hreinu og öruggu umhverfi. Allir eiga að fá upplýsingar um hvernig sé hægt að lifa öruggu og heilbrigðu lífi. 25 EFTIRLIT MEÐ VISTUN BARNA UTAN HEIMILIS Börn sem hafa verið vistuð utan heimilis, þeim til verndar, umönnunar eða af heilsu- farsástæðum, eiga rétt á því að meðferð þeirra og allar aðrar aðstæður séu kannaðar reglulega til þess að ganga úr skugga um að allt gangi vel og að það sé enn best fyrir barnið að vera vistað á viðkomandi stað. 26 FÉLAGSLEG OG EFNAHAGSLEG AÐSTOÐ Börn sem búa við fátækt eiga rétt á aðstoð. Stjórnvöld skulu tryggja þann rétt með því að útvega peninga og annars konar stuðning.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=