Fullorðnir mega aldrei meiða

24 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 • Veist þú hvað fræðimaður er? Vinnan þeirra er að kanna og rannsaka til þess að finna út úr hlutunum. Þeir nota oft langan tíma og eru mjög nákvæmir af því að niðurstöður þeirra eiga að vera réttar. Fræðimaður getur unnið við að finna út mismunandi hluti. Sumir vinna við að rannsaka náttúruna en aðrir rannsaka til dæmis manneskjur. • Hverju komust fræðimennirnir í myndinni að? Þau sem búa til lög og reglur, eins og stjórnmálamenn, hlustuðu á fræði- mennina og tóku það inn í lögin, til dæmis íslensku lögin. • Af hverju er það ekki gott fyrir börn að vera slegin? Eða klipin? • Af hverju er það ekki gott fyrir börn að vera hótað? Eða að vera lokuð inni? Hér getið þið gjarnan talið upp af hverju það er ekki gott fyrir börn: þau geta meitt sig, þau geta hlotið skaða á líkama, þau geta alltaf verið hrædd, þau geta fengið illt í magann, geta átt erfitt með svefn, þau geta orðið mjög reið, átt erfitt með að fylgjast með í skólanum, þau geta haft áhyggjur af öðrum sem þeim þykir vænt um. NÁMSEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=