Fullorðnir mega aldrei meiða

7 ÁBYRGÐ OG SKYLDUR NEMENDA, STARFSFÓLKS OG FORELDRA Tjáningarfrelsi • Nemendur eiga að geta tjáð sig um hvaðeina sem fram fer í skólanum hvort sem það snertir nám þeirra, líðan, aðbúnað eða félagslegar aðstæður. • Réttmætt er að tekið sé tillit til skoðana þeirra allt eftir aldri og þroska og eðli máls. HÆFNIVIÐMIÐ VIÐ LOK 4. BEKKJAR Hæfniviðmið í samfélagsgreinum Hlutverk kennara í samfélagsgreinum er að gefa nemendum tækifæri til að þroska hæfni sína, til að eiga í innihaldsríkum samskiptum við aðra, veita þeim leiðsögn í lýðræðislegum vinnubrögðum og ljá þeim verkfæri, til þess að þróa skilning sinn á sjálfum sér, öðru fólki og því umhverfi og samfélagi sem þau hrærast í. Kennarinn á að hjálpa nemendum að skilja hugmyndir og hugsjónir, sem liggja til grundvallar viðhorfum til umhverfis, auðlinda og sögu. Gera þeim kleift að átta sig á samfélagslegum og siðferðilegum álitamálum. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að byggja upp orðaforða sinn, þjálfast í notkun hans og að beita honum við ólíkar aðstæður. Heimild (Aðalnámskrá grunnskóla, bls 203) Nemandi getur: • bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig, • bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim, • gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur, • rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni, • áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum. Hæfniviðmið í heimilisfræði Nemandi getur: • tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti. Hæfniviðmið í skólaíþróttum Nemandi getur: • gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=