Fullorðnir mega aldrei meiða

27 • Vitið þið hvað barnaverndarþjónusta er? Barnaverndarþjónusta á að hjálpa börnum sem líður ekki vel heima hjá sér. Það getur verið að börn hafi spurningar um þjónustuna eða hafi heyrt eitthvað um hana. Útskýrið að starfsfólk barnaverndar á alltaf að hugsa um hvað er best fyrir barnið þegar þau ákveða hvers konar hjálp barnið á að fá. Starfsfólk barnaverndar hjálpar á ólíkan hátt. Langflest börn fá hjálp frá starfsfólki barnaverndar heima hjá fjölskyldunni og foreldrar fá oft hjálp til þess að vera betri foreldrar fyrir börnin sín. En sum börn þurfa að flytja frá fjölskyldu sinni ef þau eru ekki örugg heima og ef fullorðna fólkið getur ekki passað þau eða gerir ólöglega hluti við þau. Þá eiga þau að vera örugg annarsstaðar, stundum á fósturheimili og stundum hjá fjölskyldu sem þau þekkja og þar sem þau eru örugg. Endið á því að segja: Stundum hlustar fullorðið fólk ekki eða trúir ekki því sem börnin segja. Þá verður þú að reyna aftur að segja frá eða tala við einhvern annan fullorðinn sem hlustar og hjálpar. KENNARAR SKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR SAMFÉLAGSFRÆÐIKENNARI SKÓLASTJÓRI SKÓLALIÐI STARFSFÓLKIÐ Í FRÍSTUND FORELDRAR Í BEKKNUM ÞJÁLFARAR P P P P P P P P FULLORÐNIR TIL AÐ TALA VIÐ NÁMSEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=