Fullorðnir mega aldrei meiða

12 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 SUM BÖRN ERU Í MEIRI HÆTTU EN ÖNNUR Börn og unglingar með frávik í þroska eru næstum þrefalt líklegri en önnur til að verða fyrir bæði ofbeldi og kynferðisbrotum en önnur börn. Ástæður þessa eru m.a.: • upplýsingar um kynheilsu, ofbeldi og kynferðisbrot, sem og hvernig er hægt að fá hjálp, eru ekki aðgengilegar • hjálparúrræði eru ekki aðgengileg eða gagnast ekki. Mörg slíkra barna eiga erfitt með að nota síma eða netspjall • börnin mæta fordómum eða sleggjudómum sem gera þeim erfitt um vik að segja frá og vera tekin trúanleg • börnin eru líklegri til að þurfa aðstoð við persónulegar athafnir, svo sem að fara í sturtu, klæða sig og nota salerni. Það getur leitt til þess að barnið á erfitt með að skilgreina mörkin milli aðstoðar og þess að brotið sé á því. • vísbendingar um að eitthvað sé ekki í lagi eru oft túlkaðar í samhengi við færniskerðinguna en ekki sem merki um brot eða áreitni. Af þessum sökum vita mörg barnanna ekki hvað telst ofbeldi eða kynferðisbrot, eða hafa ekki orðaforðann til að tala um það. Önnur börn sem eru í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi og kynferðisbrotum geta verið börn sem: • búa hjá fjölskyldu í erfiðri fjárhagsstöðu • hafa upplifað tengslarof í fjölskyldunni • hafa verið á flótta • skilgreina sig hvorki sem strák né stelpu (kynsegin) • búa á heimilum þar sem vímuefnavandi eða geðrænn vandi er til staðar • búa á heimilum með afbrotasögu Það mikilvægasta er að tryggja að ÖLL BÖRN fái sömu fræðslu um ofbeldi og kynferðisbrot.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=