Fullorðnir mega aldrei meiða

20 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 Lengd: 1,5–3 klst. Tíminn sem þú nýtir til að fjalla um efnið fer eftir því hversu miklar umræður skapast og spurningar sem nemendur hafa, og hvort þú velur að skipta lotunni í nokkra hluta. Við mælum með að lágmarki tvær kennslustundir. Markmið: Ég veit hvað ofbeldi er, það er aldrei barninu að kenna ef það verður fyrir því ofbeldi. Ég veit að það er hægt að fá hjálp. Börn eiga rétt á að alast upp án ofbeldis segir í íslenskum lögum. Tillögur að spurningum fyrir nemendur eru merktar með punkti fyrir framan ef þið kjósið að nýta ykkur þær í fræðslunni. KYNNING Núna ætlum við að horfa saman á mynd. Myndin er teiknimynd og sagan í myndinni er skáldskapur en hún fjallar um hluti sem geta gerst í raunveru- leikanum. Hún fjallar um að fullorðnir mega aldrei slá eða meiða börn og að öll börn eiga rétt á því að fá aðstoð til þess að vera örugg. Eftir myndina ætlum við að tala saman og þá getið þið sagt frá því sem þið eruð að hugsa og spurt spurninga um það sem gerist í myndinni. Áður en við horfum á myndina vil ég að við tölum aðeins um hvað það þýðir að vera öruggur. Börn eiga rétt á að vera örugg, líða vel og að enginn berji þau eða skaða þau á annan hátt. Segðu síðan aðeins frá því hvað ofbeldi er, að það getur verið bæði líkamlegt og andlegt (sjá tillögur á bls. 14). 1 NÁMSEFNI Fullorðnir mega aldrei meiða Þú finnur myndina á vef Menntamálastofnunar og á vef Barnaheilla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=