Fullorðnir mega aldrei meiða

TILKYNNINGARSKYLDAN Allir starfsmenn í skólum og leikskólum eru jafnframt bundnir af tilkynningarskyldu. Tilkynningarskyldan til barnaverndarþjónustu er tvíþætt. Þér ber skylda til að veita starfsfólki barnaverndar upplýsingar ef það leikur grunur á því að börn: • verði fyrir misþyrmingum á heimilinu • séu beitt ofbeldi, alvarlegri vanrækslu, og kynferðisofbeldi • sýni viðvarandi alvarlegan hegðunarvanda Tilkynningrskyldan framar þagnarskyldu Þér ber jafnframt skylda til þess að veita svör þegar barnavernd óskar eftir upplýsingum. Óskir þú eftir ráðgjöf um hvort þú eigir að greina frá grunsemdum þínum getur þú hringt til barnaverndarþjónustu og rætt málið undir nafnleynd. Ef þú heldur að umönnunaraðilar geti átt þátt í ofbeldinu á ekki að upplýsa þá um að þú sendir tilkynningu til barnaverndarþjónustu. Tilkynningarskyldan er einstaklingsbundin. Margir vinnustaðir eru með ítarlegar og skýrar verklagsreglur um hvernig eigi að tilkynna mál til barnaverndarþjónustunnar. Óháð því hvers konar verklagsreglur þið hafið og hvort fleiri viti af grunsemdunum berð þú samt sem áður ábyrgð á því að tryggja að barnavernd hafi fengið upplýsingar um grunsemdirnar. Sumir hafa áhyggjur sem tengjast þagnarskyldu og óttast að brjóta hana. Þagnarskylda á að koma í veg fyrir að óviðkomandi fái aðgang að upplýsingum um til dæmis heilsufar eða önnur persónuleg málefni. Í verklagsreglum um tilkynningarskyldu allra starfsmanna leik- og grunnskóla og fyrstu bekkja framhaldsskóla kemur fram að skylda sé að gera barnaverndarþjónustu viðvart ef grunur leikur á að börn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða þau stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Tilkynningarskyldan gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum um þagnarskyldu. Það er hlutverk kennara að meta hvort ástand, líðan eða umönnun barns sé þannig háttað að tilkynna eigi um það til barnaverndar. Tilkynna á um grun en ekki einungis staðfestar sannanir því það er hlutverk barnaverndarþjónustu eða starfsmanna þeirra að vega og meta hvort grunur sé á rökum reistur. Það er einnig hægt að tilkynna um grunsemdir beint til lögreglunnar ef það leikur grunur á því að barn verði fyrir lögbroti eins og til dæmis ofbeldi. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem það getur verið mögulegt að tryggja sönnunargögn hafi ofbeldið eða misnotkunin nýlega átt sér stað eða talin er ástæða til að halda að barn geti verið í bráðri hættu. 39

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=