Fullorðnir mega aldrei meiða

18 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 UM FRÆÐSLUNA Í námsefninu er að finna grundvöll að samtali sem tengist efninu og fólkinu sem fjallað er um í teiknimyndunum, þannig að allir nemendur fái svigrúm til að hugleiða efnið og taka virkan þátt í umræðunum. Þú getur bætt við eigin spurningum um efnið en gættu þess að orða þær ekki þannig að það ýti undir mjög persónu- legar frásagnir í hóp. Það getur þó gerst að nemandi vilji fá að lýsa eigin reynslu eða reynslu annarra sem hann þekkir til. Þá er mikilvægt að sinna þeim nemanda eftir tímann og bjóða upp á svigrúm til að ræða nánar við þig, eða annan fullorðinn, ef nemandinn hefur þörf fyrir það. Ef einhver nemendanna segir frá persónulegri reynslu eða verður miður sín skaltu ræða við alla nemendur um traust og að þau eigi ekki að tala um það sem sagt var í tímanum við aðra krakka í skólanum. Taktu einnig skýrt fram að þú munir ekki tala við foreldra eða forsjáraðila um neitt af því sem kemur fram í kennslustundinni án þess að tala við viðkomandi nemanda fyrst. Eðlileg viðbrögð Nauðsynlegt er að viðurkenna og samþykkja tilfinningar og viðbrögð sem koma upp eftir að börnin hafa horft á myndina. Reyndu að finna lausnir sem ekki hafa neikvæðar afleiðingar. Þú getur t.d. sagt: Börn bregðast við á alls konar hátt þegar við tölum um slæma eða erfiða hluti. Sum verða leið eða hrædd og fara kannski að gráta. Sum verða vandræðaleg eða óróleg og reyna að grínast með þetta. Önnur verða reið eða örg fyrir hönd þeirra sem er brotið á í myndinni, eða segja eitthvað kjánalegt sem særir aðra. Öll þessi viðbrögð eru eðlileg. Það er mikilvægt að skilja að við bregðumst öll við á okkar eigin hátt. Þeim börnum sem finnst erfitt að vera í kennslu- stofunni á meðan við sýnum myndina mega fara fram á gang, eða á annan öruggan stað. Svo mun ég, eða einhver annar fullorðinn, tala við ykkur eftir kennslustundina. Það er til að vera viss um að það sé allt í lagi með ykkur og athuga hvort þið þurfið einhverja hjálp. NÁMSEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=