Fullorðnir mega aldrei meiða

9 Ef þess er kostur ættu tveir fullorðnir að sjá um fræðsluna, en ef það er ekki hægt skaltu láta samkennarana vita áður en fræðslan fer fram Ef tveir annast fræðsluna aukast líkurnar á að þið takið eftir áberandi viðbrögðum eða athugasemdum nemendanna. Hinn aðilinn getur verið samkennari, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi eða skólasálfræðingur, svo dæmi séu tekin. Ef einn aðili sinnir fræðslunni er mikilvægt að samstarfsfólkið fái að vita hvenær fræðslan á að fara fram, til að vera viðbúin því að veita nemendum stuðning eftir fræðsluna, ef þess þarf. Ef þið getið stjórnað fræðslunni tvö getur annað ykkar stýrt kennslustundinni en hitt fylgst með viðbrögðum og athugasemdum barnanna og skráð hjá sér ef ástæða er til. Þið getið líka skipt með ykkur verkum og haft hlutverkaskipti á miðri leið. Sá leiðbeinendanna sem ekki hefur orðið getur samt verið með virka nærveru fremst í bekknum. Með þeim hætti getur sá aðili fylgst með hátterni nemendanna á meðan fræðslan fer fram. Fyrir sumum nemendum er fræðslan mjög krefjandi eða erfið upplifun. Þessir nemendur þurfa að fá að vita hvað þau eiga að gera ef þau treysta sér ekki til að vera í kennslustofunni. Þú getur sagt þeim að þau megi fara fram á gang eða annað svæði sem þau finna sig örugg. Í leiðinni skaltu upplýsa börnin um að annar fullorðnu leiðbeinandanna muni koma með þeim, til að gæta þess að allt gangi vel. Þið skuluð ákveða fyrirfram hvort ykkar mun fylgja nemendum sem þurfa að yfirgefa kennslustofuna. 2 ÁÆTLUN UM FRÆÐSLU UM OFBELDI OG KYNFERÐISBROT Margir skólar hafa komið sér upp góðum verkferlum varðandi fræðslu um ofbeldi og kynferðisbrot. Það er mikilvægt að slíkir verkferlar séu hluti af skólanámskrá, kennsluáætlun eða vinnuáætlunum fyrir stök viðfangsefni, þannig að það sé ekki tilviljun háð hvaða börn fá fræðsluna og hver ekki. Ráðlagt er að hafa samband við forvarnarteymi skólans og yfirstjórn og eiga samstarf um að tryggja þetta. Einnig getur verið gott að fastsetja fræðslu í tilteknum bekk en gefa einnig svigrúm til að hægt sé að endurtaka hana ef ákveðnar aðstæður eða tilvik gefa tilefni til. Ef skólinn þinn er ekki með verkferil fyrir slíka fræðslu skaltu spyrjast fyrir um málið hjá þínum stjórnanda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=