Fullorðnir mega aldrei meiða

22 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 ÍGRUNDUNARSAMTAL • Hvernig tilfinning er það að hræðast eitthvað? • Getið þið fundið það í líkamanum þegar þið eruð hrædd? • Hvar í líkamanum finnið þið það? • Hvað hjálpar þegar þið eruð hrædd? • Getið þið orðið hrædd þegar fullorðnir verða reiðir? • Ef að fullorðna fólkið er reitt, getið þið samt upplifað að þið séuð örugg? • Hvernig geta fullorðnir verið reiðir án þess að þið verðið hrædd? Hér getið þið sýnt skjámyndir eða spólað að atriðinu þar sem barn hellir niður mjólk og sýnt þeim aftur (01:52–02:32). Spyrjið börnin um það sem gerist í atriðinu. • Hvernig bregst fullorðna fólkið við? Segið að fullorðið fólk megi verða reitt en að þau megi samt ekki slá eða meiða börn. Talið gjarnan um það sem yfirleitt gerist eftir að fullorðið fólk verður reitt þannig að okkur finnist við vera örugg, til dæmis að hinn fullorðni róar sig niður og brosir og talar vingjarnlega við barnið. 3 NÁMSEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=