Fullorðnir mega aldrei meiða

21 SÝNIÐ MYNDINA OG ENDURSEGIÐ SÖGUÞRÁÐINN Í SAMEININGU Leyfið nemendunum að koma með sínar fyrstu sjálfsprottnu hugleiðingar og spurningar eftir áhorf. Spurningarnar hér að neðan geta hjálpað til við að beina umræðunni að viðfangsefni myndarinnar. • Um hvað fjallaði þessi mynd? • Hvernig haldið þið að það sé að vera Linja? • Af hverju er Linja hrædd? • Af hverju verður pabbinn reiður? Hér er mikilvægt að nefna fleiri mismunandi ástæður þess að pabbinn verður reiður til að sýna hversu tilviljanakennd reiði hans getur verið. Bendið einnig á að stundum líður Linju vel heima og að pabbinn hegðar sér ekki alltaf svona. Það er mikilvægt að útskýra að fullorðnir sem meiða geti líka gert góða, skemmtilega og notalega hluti, ekki bara slæma hluti og að mörg börn (en ekki öll) sem upplifa ofbeldi á heimilinu þyki samt sem áður vænt um foreldra sín. • Pabbi Linju kennir henni um að hann verði reiður. Þegar hann kennir henni um, hvernig heldur þú að henni líði? Það er aldrei barninu að kenna ef að fullorðinn verður reiður og slær eða gerir aðra slæma hluti. ALVEG SAMA hvað barnið hefur gert. Jafnvel þó að það hafi ... Hér getið þið gjarnan talið upp dæmin úr myndinni eins og að tala of hátt eða lágt, pissa í rúmið, slá einhvern, segja ljóta hluti, brjóta rúðu og svo framvegis. Finnið einnig eigin dæmi með börnunum. Mikilvægast er að fá fram að þetta á við ALVEG SAMA hvað barnið hefur gert. • Hvernig finnst ykkur að fullorðnir eigi að bregðast við ef barn hellir niður mjólk?/syngur of hátt?/brýtur rúðu í skólanum? 2 NÁMSEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=