Fullorðnir mega aldrei meiða

4 FULLORÐNIR MEGA ALDREI MEIÐA | MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | BARNAHEILL | 40343 INNGANGUR Það er frábært að þú ætlir að tala við nemendur um líkamlegt ofbeldi gegn börnum! Þetta námsefni tengist teiknimyndinni „Fullorðnir mega aldrei meiða“. Myndin fjallar um Linju, stelpu sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir. Námsefninu er ætlað að auðvelda þér að ræða við nemendurna um ofbeldi og er grundvöllur fyrir umræður í kennslustofunni eftir að börnin hafa horft á myndina. Í þessum kennsluleiðbeiningum finnurðu ráð um hvernig þú getur undirbúið þig fyrir kennsluna, og hvernig þú getur mætt eða fylgt eftir börnum sem þú hefur áhyggjur af. Tillögunum í leiðbeiningunum er ætlað að hjálpa þér að leggja spurningar fyrir börnin og leiðbeina um orðaval. Notaðu þá orðræðu sem hentar þér og nemendahópnum þínum best. Teiknimyndin er framleidd af Bivrost Film fyrir norska sjónvarpið NRK, í samstarfi við Barnaheill í Noregi. Teiknimyndin var þýdd og talsett á íslensku 2023 og er hún aðgengileg á vef Menntamálastofnunar og Barnaheilla ásamt kennsluleiðbeiningum. Markhópur myndarinnar eru börn frá sex ára aldri en hún getur einnig hentað yngri börnum. Við þökkum þér kærlega fyrir þitt mikilvæga starf og óskum þér gæfu og gengis við kennsluna! „Vernda á börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmálinn gr. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=