Krossinn

Kristni / Tákn og helgir dómar / Krossinn

Sækja pdf-skjal

 

Krossinn Eitt af þekktustu táknum heimsins í dag er krossinn. Hann er algengasta tákn kristninnar og er til í mörgum útgáfum. Þekktasta útgáfa kirkjunnar er Jesús á krossinum en hún er talin hafa komið fyrst fram á 6.öld e.Kr. Þegar Rómverjar dæmdu Jesú til dauða var hann krossfestur eins og aðrir sakamenn á þessum tíma. Rómverjar notuðu kross til þess að hengja á fanga sem brotið höfðu alvarlega af sér og lífláta þá þannig. Þegar Jesús reis upp frá dauðum breytti hann þeirri mynd að krossinn væri tákn ósigurs og niðurlægingar. Krossinn varð sigurtákn í hugum kristinna manna þar sem Jesús sigraði dauðann með upprisu sinni. Þar sem Jesús er sýndur á krossinum er yfirleitt ritað efst á hann skammstöfunin INRI. Það stendur fyrir IESVS NAZARENVS REX IVDÆORVM og er latína semþýðir Jesús frá Nasaret, konungur gyðinga. Samkvæmt dómi Pílatusar var Jesús dæmdur fyrir að ætla sér að verða konungur gyðinga og því lét Pílatus setja þessa áletrun á kross hans.