Íslam / Tákn og helgir dómar / Talan sjö
 
Talan sjö hefur mikilvægt gildi innan íslams. Hún er talin vera hin fullkoma tala og er tákn þess fullkomna og góðvildar.
Talan sjö er einnig talin tengjast kraftaverkum. Sem dæmi um það er sagan af því þegar Múhameð fór upp í sjöunda himin og hitti Guð. Sagan er mjög vinsæl meðal múslima og sennilega ástæða þess að talan sjö er svona vinsæl í íslömskum samfélögum. Hægt er að lesa söguna í kaflanum: Forsaga íslams> Nótt ferðalagsins.
Talan er einnig áberandi í pílagrímsför múslima. Sjö sinnum er gengið í kringum Kaba í Mekku og einnig er hlaupið sjö sinnum á milli hæðanna tveggja, Safa og Marwa, sem tákn um ferð Hagar í leit að vatni handa Ísmael.
Trúarjátning múslima samanstendur einnig af sjö orðum þegar hún er skrifuð á arabísku.