Moska

Íslam / Tákn og helgir dómar / Moska

Sækja pdf-skjal

 

Moska er bænahús múslima. Þar koma þeir saman og biðjast fyrir en einnig er moskan samkomustaður þeirra. Moska merkir staður þar sem fallið er fram til bæna. Múslimar líta einnig á moskuna sem tákn fyrir áætlun Allah um að skapa eitt samfélag guðsdýrkenda í heiminum.

Moskur geta verið mjög mismunandi allt frá því að vera einfaldar og látlausar og til þess að vera mjög íburðarmiklar. Byggingarlag þeirra miðast fremur við þann stað sem þær eru byggðar á heldur en einhvern ákveðinn stíl. Moskan er þó talin eiga fyrirmynd í heimili Múhameðs. Oftast er að finna innan moskunnar opið rými til að biðjast fyrir en einnig bænaskot sem sýnir í hvaða átt á að snúa í bænahaldinu.

Áður en múslimar fara inn í moskuna til að biðjast fyrir þvo þeir sér um höfuð, hendur og fætur til að hreinsa bæði líkama og sál.