Græni liturinn

Íslam / Tákn og helgir dómar / Græni liturinn

Sækja pdf-skjal

 

Græni liturinn hefur sérstaka merkingu innan íslams og stendur yfirleitt sem tákn þess meðal annarra trúarbragða heimsins. Grænan lit má einnig finna í moskum og í hinum ýmsum þjóðfánum íslamsríkja eins og Pakistan, Afganistan og  Sádi-arabíu.

Græni liturinn er nefndur í Kóraninum en þar segir að íbúar paradísar séu klæddir grænum flíkum úr silki. Þar sem múslimar efast ekki um orð Kóransins þá er þetta staðfesting á mikilvægi litarins. Ekki eru til aðrar staðfestingar á litnum en sögur, sem hafa meira þjóðsagnagildi heldur en trúarlegt gildi, hafa nefnt að grænn hafi verði uppáhalds litur Múhameðs og bæði skikkja hans og túrban hafi verið græn. Einnig að eftir að Múhameð lést hafi aðeins kalífar mátt bera grænan túrban. Aðrir vilja meina að liturinn sé tákn gróðurs og lífs og því sé hann notaður. Hins vegar voru íslamskir hermenn klæddir í grænan búning.