Kennisetningar og reglur

Hér að neðan er hægt að finna efni sem tengist helstu kennisetningum og trúarhugmyndum íslams. Eins er hægt að lesa um fimm frumskyldur múslima, sem nefnast stoðirnar fimm. 

Daglegt líf múslima hefur mikla skírskotun til trúarhugmynda þeirra. Bænir eru stundaðar fimm sinnum á dag alla daga ársins. Mikil áhersla er einnig lögð á að maðurinn einn beri ábyrgð á gerðum sínum. Hann hafi frjálsan vilja og það sé undir honum sjálfum komið hvernig hann bregst við aðstæðum. Guð mun svo dæma gjörðir hvers manns á dómsdegi. Maðurinn verði því ávallt að hlýða boðum Guðs til að hljóta eilíft líf.

Íslam er eingyðistrú eins og gyðingdómur og kristni en einnig yngst stóru eingyðistrúarbragðanna.

Samkvæmt íslam er Guð skapari alls sem í heiminum er og hann viðheldur öllu lífi. Allt hið góða og illa í sköpuninni er ákveðið af ...

Öllum þeim sem aðhyllast íslam er skylt að læra og framkvæma fimm frumskyldur. Þessar frumskyldur eru einnig ...

Samkvæmt íslam var Múhameð síðastur í röð spámanna Guðs. Á undan honum komu aðrir spámenn eins og Nói ...

Kóraninn eða Qur’an, er helsta trúarrit múslima. Hann inniheldur hið eilífa orð Guðs sem talaði til Múhameðs á sama hátt og ...

Hér er gagnvirkt eyðufyllingaverkefni sem tengist efni þessa kafla.

Hér er gagnvirk krossgáta sem tengist efni þessa kafla.