Hér að neðan er hægt að finna efni sem tengist helstu kennisetningum og trúarhugmyndum íslams. Eins er hægt að lesa um fimm frumskyldur múslima, sem nefnast stoðirnar fimm.
Daglegt líf múslima hefur mikla skírskotun til trúarhugmynda þeirra. Bænir eru stundaðar fimm sinnum á dag alla daga ársins. Mikil áhersla er einnig lögð á að maðurinn einn beri ábyrgð á gerðum sínum. Hann hafi frjálsan vilja og það sé undir honum sjálfum komið hvernig hann bregst við aðstæðum. Guð mun svo dæma gjörðir hvers manns á dómsdegi. Maðurinn verði því ávallt að hlýða boðum Guðs til að hljóta eilíft líf.