Hálfmáni og stjarna

Íslam / Tákn og helgir dómar / Hálfmáni og stjarna

Sækja pdf-skjal

 

Hálfmáni og stjarna sem standa saman er þekktasta tákn íslams og einkennir marga þjóðfána ríkja innan íslamska samfélagsins. Stjarnan hefur yfirleitt fimm odda þó áður hafi hún oft haft mun fleiri. Táknið á að baki langa sögu sem nær margar aldir aftur í tímann, löngu áður en íslam hóf að breiðast út. Í tengslum við íslam var það upphaflega notað sem einkennistákn af stórveldi Ottómana sem réðu ríkjum í hinum arabíska heimi 1299-1922. Seinna breiddist það svo út meðal íslamska samfélagsins og varð að lokum helsta tákn samfélagsins í heild.

Hálfmáninn og stjarnan er í dag mjög algengt tákn meðal múslima og hefur svipað trúarlegt gildi og krossinn hjá kristnum mönnum og Davíðsstjarnan hjá gyðingum.