Forsaga íslams

Rit múslima, gyðinga og kristinna manna segja frá því að fyrir 4000 árum hafi verið uppi maður að nafni Abraham sem átti tvo syni. Eldri sonur hans hét Ísmael og móðir hans hét Hagar. Yngri sonur hans hét Ísak en móðir hans hét Sara. Múslimar telja að Ísmael hafi verið forfaðir araba en íslam er upprunin í hinum arabíska heimi. Ísak er hins vegar talinn forfaðir gyðinga. Gyðingdómur, kristni og íslam eiga því sameiginlega forsögu allt frá sögum um sköpun heimsins og til daga Abrahams.  Þessi þrenn trúarbrögð eiga það sameiginlegt að trúa á einn eilífan guð, sem er skapara alls.

Helgisagnir og frásögur af forsögu íslams hafa því sumar hverjar sama grunn og helgisögur gyðinga og kristinna manna. Einnig varðveittist mikið af sögnum um líf og störf Múhameðs spámanns sem var safnað saman og skráð eftir andlát hans. Hér getið þið lesið nokkrar af þessum helgisögnum.

Fyrir um það bil 4000 árum var uppi maður sem hét Abraham. Hann hafði helgað sig Guði. Hann bjó í eyðimörkinni ásamt ...

Fyrir langa löngu voru hirðingjar sem reikuðu um eyðimörkina með kvikfénað sinn og stunduðu verslun og viðskipti. Landið ...

Þó að Múhameð væri hamingjusamur og vel efnaður verslunarmaður í Mekka þá var hann mjög leitandi. Hann sá ...

Nótt eina þegar Múhameð var sofandi kom engillinn Gabríel, vakti hann og fór með hann í ferðalag. Gabríel leiddi ...

Múhameð bjó í borginni Mekka á Arabíuskaganum. Hann kenndi fólki hvernig það ætti að fylgja orðum Guðs og gerast ...

Í Medínu tókst Múhameð að koma á friði og varð trúarlegur leiðtogi en fór auk þess með stjórn hernaðar og stjórnmála.

Hér er gagnvirk krossgáta sem tengist efni þessa kafla.

Hér er gagnvirk tengiþraut sem tengist efni þessa kafla.