Innan íslams eru aðeins tvær hátíðir, föstuendahátíðin og fórnarhátíðin, sem allir innan íslamska samfélagsins halda upp á. Haldið er upp á fleiri hátíðir en þær eru þó mismunandi eftir löndum. Hér á landi er aðallega haldið upp á þessar tvær hátíðir. Tímatal íslams fylgir tunglárinu og því ber hátíðarnar ekki alltaf upp á sömu árstíð.