Kaba

Íslam / Tákn og helgir dómar / Kaba

Sækja pdf-skjal

 

Kaba er mesti helgidómur múslima en kaba er arabíska og merkir teningur. Kaba er ferköntuð bygging inn í moskunni Al-Masjid al-Ḥarām, í borginni Mekku.

Sagan segir að Adam hafi upphaflega byggt Kaba. Abraham og Ísmael áttu svo að hafa endurbyggt bygginguna eftir fyrirmælum Guðs. Fjögur horn kaba eiga að tákna höfuðáttirnar fjórar.

Í austurhorni Kaba er mjög sérstakur steinn. Sagan segir að Abraham hafi verið færður þessi steinn af engli en þá hafi steinninn verið mjallahvítur. Nú er steinninn svartur en hann er sagður hafa dökknað vegna synda mannanna. Guð fyrirskipaði að leggja ætti steininn í austurhornið og er hann þar enn í dag. Þegar múslimar biðjast fyrir snúa þeir sér í átt til Kaba.

Fyrir daga Múhameðs var Kaba einnig helgur staður og komu ættbálkar, víðs vegar að, í pílagrímsför þangað árlega til að tilbiðja guði sína.