Gyðingdómur / Siðir / Ungdómsvígsla
Bat-mitzva er ungdómsvígsla sem fer fram þegar stúlkur verðar 12 ára en drengir 13 ára. Við athöfnina verða stúlkur dætur lögmálsins eða bat-mitzva og strákar verða synir lögmálsins eða bar-mitzva.
Bat og bar-mitzva er hátíðarstund og fjölskyldan kemur saman til að vera viðstödd vígsluna. Til að geta orðið bat-mitzva verða börnin að fræðast um trúna og læra hebresku. Í löndum þar sem búa margir gyðingar fer vígslan sjálf yfirleitt fram í sýnagógunni og þar lesa krakkarnir í fyrsta sinn upp úr lögmálinu eða Tóra. Þess vegna verða gyðingar að læra hebresku. Hægt er að lesa meira um Tóra í kaflanum Kennisetningar og reglur > Helgirit.
Hér á Íslandi er þetta með aðeins öðrum hætti annað hvort í heimahúsi eða í sal. Undirbúningurinn er sá sami nema hér er ekki rabbíni sem sér um undirbúninginn heldur tekur fullorðinn gyðingur að sér að sjá um fræðsluna.