Gyðingdómur / Siðir / Bænir
Aðal bænin í hverri guðsþjónustu er shemoneh esreh eða átján liða bæn sem er meira en 200 ára gömul. Þegar farið er með hana standa allir á fætur og snúa í átt að Jerúsalem. Einnig er shema-bænin mikilvæg enda helsta trúarjátning gyðinga. Shema-bænina er að finna í fimmtu Mósebók: „Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð; hann einn er Drottinn!“ (Biblían, 1981, 5M 6.4).
Þegar gyðingar biðjast fyrir og á hátíðisdögum bera þeir bænarsjal yfir axlirnar. Við bænagjörðir sínar bera sumir gyðingar ákveðna hluti og klæði eins og bænarsjal sem er oftast úr ull eða silki og er kögur á fjórum hornum þess. Einnig bera þeir tvo litla svarta leðurhólka, annan á vinstri hendinni og hinn á enninu. Hólkar þessir nefnast Tefillin sem merkir að vernda og eru því verndargripir. Inn í þessum hólkum er lítil pergamentsroðla sem inniheldur kafla úr Tóra.
Stokkur sem nefnist mesusah, með upprúllaðri pergamentsroðlu, er hengdur á hurðarstaf útidyra á heimilum gyðinga og margir þeirra snerta hann þegar þeir ganga framhjá. Á pergamentsroðluna er búið að skrifa shema-bænina. Gyðingar vilja líka gjarnan að shema-bænin sé það síðasta sem þeir segja áður en þeir deyja.