Andlát og útför

Gyðingdómur / Siðir / Andlát og útför

Sækja pdf-skjal

 

Ester Samkvæmt hefðum gyðinga þarf greftrun að eiga sér stað innan tveggja sólarhringa frá andláti. Útförin er látlaus enda eru allir jafnir fyrir Guði bæði fátækir og ríkir. Rabbíni les bæn yfir gröfinni og nánasta fjölskyldan eyði tímanum saman í sorg sinni í um það bil viku, en þá koma aðrir ættingjar og vinir til að veita huggun og styrk.

Á Íslandi er enginn rabbíni og því tekur einhver fullorðinn fjölskyldumeðlimur að sér að syngja bænir og sjá um athöfnina. Íslenskir gyðingar hafa fengið aðgang að kapelluna í Fossvogi í Reykjavík við útfarir.