Siðaboðin

Gyðingdómur / Siðir / Siðaboðin

Sækja pdf-skjal

 

Ester Siðaboðin stjórna daglegu lífi gyðinga og lífsmáti þeirra er reistur á siðferðislegum grunni. Umhyggja fyrir náunganum og aðstoð við þá sem minna mega sín skiptir miklu máli í siðaboðskap gyðinga. Velferðarkerfi þeirra er mjög gott enda er þeim skylt að borga til þess, þó eftir efnum og aðstæðum hvers og eins.

Betrum bót heimsins eða tikkun olma eiga gyðingar einnig að hafa að leiðarljósi í daglegu lífi. Þeir gera það með því að reyna að skilja við heiminn aðeins betri heldur en þegar þeir fæddust í hann. Samkvæmt gyðingdómi býr hið góða og illa í manneskjunni þegar hún fæðist. Því er maðurinn alltaf að takast á við góða og slæma hegðun. Gyðingar trúa sem sagt ekki á erfðasyndina heldur verður einstaklingurinn sjálfur að bera ábyrgð á því sem hann gerir.