Fæðing barns

Gyðingdómur / Siðir / Fæðing barns

Sækja pdf-skjal

 

Ester Það er alltaf gleðiefni þegar nýr einstaklingur verður til. Þegar barn af gyðingaættum er nokkra vikna gamalt er kominn tími til að taka það inn í söfnuðinn. Þá er algengt að stórfjölskyldan og vinir komi saman og gefi því nafn um leið. Börn gyðinga fá bæði nafn sem er viðeigandi í því landi sem þau búa en einnig hebreskt nafn sem notað er í sýnagógunni og á trúarlegum skjölum. Um leið og drengir eru teknir inn í söfnuðinn og gefið nafn eru þeir einnig umskornir.