Nýárshátíð

Gyðingdómur / Hátíðir / Nýárshátíð

Sækja pdf-skjal

 

Ester Nýárshátíðin eða rosh hashana stendur í tvo daga og er haldin að hausti, í september eða október. Við upphaf hennar hefst nýtt ár gyðinga um allan heim. Gyðingar minnast, með þessari hátíð, sköpunar heimsins. Blásið er í hrútshorn  til að minna fólk á að það standi frammi fyrir Guði og á það að hvetja til iðrunar og yfirbóta. Hornið minnir á lúðraþytinn við Sínaífjall þegar þjóðin fékk lögmálið eða hrútinn sem Abraham fórnaði í stað Ísaks.

Hér staldra gyðingar við og líta til baka og skoða hvernig þeim hefur gengið að halda boðorð lögmálsins og hvernig þeir geta bætt sig í þeim efnum. Guðþjónusta er haldin í sýnagógunni og stendur hún oft í margar klukkustundir, mun lengur en aðrar guðþjónustur.