Púrím

Gyðingdómur / Hátíðir / Púrím

Sækja pdf-skjal

 

Ester Það er líf og fjör á Púrímhátíðinni. Þá klæða menn sig í furðuföt og safnast saman til að hlusta á frásögnina um það þegar Ester drottning og frændi hennar björguðu Ísraelsmönnum frá útrýmingu í Persíu. Maður að nafni Haman var ráðherra í ríkinu og vildi útrýma Ísraelsmönnum þar sem þeir vildu ekki hneigja sig fyrir öðrum en Guði sínum. Hægt er að lesa meira um þessa atburði í kaflanum: Forsaga gyðingdóms > Sagan af Ester.

Á Púrím er lesið upp úr Esterarbók og í hvert sinn sem nafnið Haman kemur fyrir eiga börnin að hafa eins hátt og þau geta svo nafnið hans heyrist ekki. Einnig eru bakaðar sérstakar Púrímkökur í tilefni hátíðarinnar.