Laufskálahátíðin

Gyðingdómur / Hátíðir / Laufskálahátíðin

Sækja pdf-skjal

 

Ester Laufskálahátíðin eða sukkot er þakkarhátíð og haldin að hausti og stendur í níu daga. Hér áður fyrr var algengt að fjölskyldurnar svæfu úti á ökrunum meðan á haustuppskerutímabilinu stóð og gátu menn því unnið lengur og gætt uppskerunnar. Með þessari hátíð er einnig  minnst 40 ára veru Ísraelsmanna í eyðimörkinni. Reistir eru litlir skálar úr lauftrjám við heimilin og sýnagógurnar. Fjölskyldurnar reyna að eyða sem mestum tíma í laufskálunum meðan á hátíðinni stendur. Börnin taka fullan þátt í hátíðinni og mikil gleði og fögnuður fylgir henni. Á áttunda degi lýkur henni svo með lestri upp úr lögmálinu Tóra. Þá lýkur lestri á síðasta kafla lögmálsins og byrjað er á upphafi lögmálsins með því að lesa fyrsta kafla í 1. Mósebók. Hægt er að lesa meira um Tóra í kaflanum Kennisetningar og reglur > Helgirit.